Íslenski boltinn

Lagerbäck hrósaði Eiði Smára fyrir varnarleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Stefán
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, hélt blaðamannafund í kvöld fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun.

Lagerbäck var með Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í síðasta leik liðsins þegar strákarnir unnu 2-1 sigur á Albaníu en fram að því hafði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins átt margar flottar innkomur af bekknum.

Lagerbäck hrósaði Eið Smára á blaðamannafundinum í dag. „Varnarleikur Eiðs Smára hefur komið mér á óvart. Hann er duglegri en ég reiknaði með," sagði Lars Lagerbäck.

Lagerbäck var almennt mjög ánægður með varnarleik liðsins á móti Albaníu. „Albaníuleikurinn var kennslubókardæmi um góðan varnarleik. Þeir fengu aðeins tvö færi í öllum leiknum," sagði Lagerbäck.

Eiður Smári spilaði fyrstu 78 mínútur leiksins en hann kom meðal annars inn í liðið þar sem að Alfreð Finnbogason var meiddur og missti af báðum leikjunum í síðustu landsleikjatörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×