Íslenski boltinn

Mögnuð endurkoma gegn Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson.
Oliver Sigurjónsson. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta náði í stig á móti Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

Frakkar náðu undirtökunum í leiknum á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik en þá skoruðu þeir tvö mörk með aðeins tveggja mínútna millibili og þannig var staðan í leikhléi. Það kemur fram á heimasíðu KSÍ að síðari hálfleikurinn hafi verið í eigu Íslendinga.

FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason minnkaði muninn á 83. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann fiskaði víti.  Oliver Sigurjónsson, leikmaður AGF, skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnunni.

Heimamenn í Belgíu og Norður Írar leika síðar í dag en Íslendinga mæta einmitt Belgum í næsta leik sínum sem fram fer á laugardaginn.  Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla og á íslenska liðið því ennþá möguleika á því að komast upp úr riðlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×