Íslenski boltinn

Alvöru HM-stemning á Kýpur-leiknum - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Ísland er í flottum málum í undankeppni HM í fótbolta eftir 2-0 sigur á Kýpur fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll á föstudagskvöldið. Liðið er í 2. sæti og tryggir sér sæti í umspili nái það betri árangri en Slóvenía í lokaumferðinni. Slóvenar heimsækja þá topplið Sviss, sem er komið á HM, á sama tíma og Ísland mætir Noregi í Osló.

Stuðningur áhorfenda á Laugardalsvellinum var magnaður og áhorfendur létu vel í sér heyra frá því að þeir mættu á völlinn og hélt sá stuðningur áfram langt fram yfir leikslok.

Knattspyrnusamband Íslands setti inn skemmtilegt myndband á fésbókarsíðu sína þar sem hægt er fá stemmninguna á leiknum beint í æð.

Það má eiginlega segja að það hafi verið alvöru HM-stemmning á Kýpur-leiknum og nú er bara að sjá hvort HM-draumurinn lifi enn eftir ferðina til Osló.

Hér fyrir neðan má þetta skemmtilega stemmningsmyndband frá Kýpur-leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×