Utan vallar: Góðir hlutir gerast hægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 08:00 Stelpurnar okkar á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Arnþór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira