Sóðakarl/kvendi Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. júlí 2013 22:00 Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þegar orðinu drusla er flett upp í orðabók er það sagt þýða: tuska, léleg flík, bíldrusla eða sóðakvendi. Tvær síðastnefndu merkingarnar eru þær sem ég ólst upp við. Að drusla væri annaðhvort lélegur bíll eða lausgirt kona. Ég heyrði orðið sjaldan en nógu oft til að tengja það mjög sterkt við þessar óliku merkingar. Eftir að ég varð unglingur, og kynhvötin helltist óbeiðsluð yfir mig og jafnaldra mína, fór að bera meira á miskunnarlausri notkun þessa orðs. Þá virtust viðkvæmir drengir bregðast við höfnun frambærilegra stúlkna sem litu ekki við þeim með því að kalla atlot þeirra við aðra drusluskap. Þær voru að svala sömu forvitni og allir aðrir voru uppfullir af á þessu aldurskeiði, en ekki á þann hátt sem þeim höfnuðu vildu að henni yrði svalað. Því var eðlilegt athæfi gert skítugt. Þegar ég óx og dafnaði tók ég betur og betur eftir því að druslustimpillinn er líka notaður sem niðrandi stjórnunartól í fullorðinsheimum. Ef kona nær árangri í námi, innan fyrirtækis, í stjórnmálum eða á hvaða vettvangi sem er þá kvissast oft út kjaftasögur um meintan drusluskap hennar. Sem fjölmiðlamaður fæ ég að heyra þær allar. Það virðist skapast karllægur hvati til að kippa þeim niður á jörðina. Að það hljóti að búa einhverskonar kynferðisleg ástæða undir ef kona kemst áfram. Framhjáhald, óvenjuleg vergirni, daður eða önnur örvandi hegðun. Þær hljóti að hafa riðið sig á toppinn. Vanvirðing sem þessi er klárt form af ofbeldi. Hún er sprottin af sama meiði og sú sem lætur menn halda að fatnaður, danstaktar, augntillit, lítið bros eða efnisrýr kjóll sé óafturkræft tilboð um kyníf. Hún er sprottin af minnimáttarkennd sem brýst út sem mikilmennskubrjálæði. Knýjandi þörf manna fyrir að fá staðfestingu á að allar konur girnist þá. Eða bara af því að þeir eru siðlausir fávitar. Miðað við þá merkingu sem mér var kennt að leggja í orðið drusla ætti það mun fremur að eiga við karla en konur. Í skýringu orðabókar á því ætti að standa sóðakarl, að minnsta kosti til hliðar. Ég þekki mun fleiri karla sem sækjast eftir kynlífi með mörgum konum og líta á hverja legu sem sigur. Konur virðast á hinn bóginn, almennt, hafa heilbrigðara viðhorf til samskipta kynjanna en karlar. Þær nálgast þau oftar með von um alvöru í stað þess að nálgast þau með von um að ekki komist upp um lygi. Samt er kvennsömum mönnum hampað sem hetjum en leitandi konur niðurlægðar sem druslur. Yfirlýst markmið Druslugöngunnar er að færa ábyrgðina á kynferðisglæpum frá fórnarlömbum yfir á gerendur. Góð byrjun væri að kenna orðið drusla við það kyn sem hefur unnið fyrir því.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk. Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga. Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun