ESB ákveður leyfilegan heildarafla Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 19. desember 2012 06:00 Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði sú meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Hvert aðildarríki fyrir sig ákveður síðan, í samræmi við sína eigin löggjöf, hvernig það ráðstafar þeim aflaheimildum sem í hlut þess koma. Íslenska kvótakerfið mundi því ekki taka grundvallarbreytingum sem slíkt þótt Ísland gengi í ESB. Ákvarðanir um breytingar á kvótakerfinu yrðu eftir sem áður í höndum íslenskra stjórnvalda. Þótt aðildarríkin hafi að meginstefnu sjálfstæði um það hvernig þau úthluta sínum landskvóta eru þeim þó ýmis takmörk sett því ákvarðanir aðildarríkjanna mega ekki brjóta í bága við almennar reglur sambandsins. Evrópusambandið getur þannig í vissum tilfellum sett tæknilegar sóknartakmarkanir á einstök mið, til dæmis með því að banna eða takmarka heimildir til veiða með ákveðnum veiðarfærum. Þá getur sambandið einnig sett reglur er varða uppbyggingu eða endurreisn fiskistofna sem hafa verið ofveiddir og aðildarríkjunum er gert að fara eftir.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar