Gjöf þings til þjóðar 18. desember 2012 06:00 Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn vinstri flokkanna eftirlét þjóðinni stjórnarskrána komst loks skriður á málið. Stjórnlaganefnd var skipuð og blásið til þjóðfundar. Afraksturinn varð svo veganesti stjórnlagaráðs sem fullgerði frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpið var afhent Alþingi síðsumars 2011 og sent stjórnlagaráði aftur til lokayfirferðar í mars 2012. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið lá svo fyrir þann 21. október sl. Hún var ótvíræð: Þjóðin þáði hina nýju stjórnarskrá með þökkum. Valdastéttir Og ekki að furða. Hún inniber þau lýðréttindi sem valdastéttir samfélagsins hafa kerfisbundið haldið frá þjóðinni. Stjórnmálaflokkar forðast valddreifingu eins og heitan eld og vilja að þjóðin dansi í kringum þá en ekki öfugt. Þess vegna er persónukjör þeim andstætt, upplýsing almennings og þjóðaratkvæðagreiðslur. Sömuleiðis vilja viðhlæjendur stjórnmálaflokkanna halda auðlindanýtingu fyrir sig eina og hafna þjóðareign og frjálsri samkeppni. Enda hafa slíkir lagt sig í líma við að gagnrýna hið lýðræðislega ferli nýrrar stjórnarskrár, fundið því allt til foráttu og lagt steina í götu þess. Talað er um sátt sem ekki er til og allt gert til að drepa málinu á dreif. Málþóf stjórnarandstöðunnar fellur undir sama hatt. En þrátt fyrir þetta fyrirferðarmikla andóf er meðbyr úr einni átt. Frá þjóðinni sjálfri. Hún hefur ekki mikið álit á varnaðarorðum þingmanna og sérfræðinga enda ekki langt síðan hún sviðnaði undan sömu aðilum. Stjórnarskrármálið er eina málið sem ríkisstjórnin getur úr þessu klárað með sóma. Ruglumbull er að láta sérfræðinga tefja för þess frekar. Minnumst þess að þingmeirihluti færði þjóðinni stjórnarskrárgjöfina, þjóðin tók við henni, kláraði og samþykkti afraksturinn. Þinginu ber því skylda til að standa við sinn hlut og samþykkja nýja stjórnarskrá óbreytta fyrir þinglok. Annað væri óhæfa.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar