HK-fjölskyldan stendur þétt við hlið Bjarka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. desember 2012 08:00 Þorgeir faðmar Bjarka að sér eftir flutning ljóðsins. Mynd/Valli Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Í hálfleik á leiknum steig Þorgeir Lárus Árnason, sem er grjótharður HK-ingur, út á gólfið og kallaði Bjarka Má til sín. Fyrir framan rúmlega 1.000 manns flutti Þorgeir fallegt ljóð sem hann hafði samið sjálfur. Flutningurinn var frábær, rétt eins og ljóðið, og komust flestir áhorfendur við á þessari fallegu stund. Þeir félagar föðmuðust síðan áður en Þorgeir leysti Bjarka út með ljóðinu innrömmuðu. Áhorfendur, allir sem einn, stóðu upp og klöppuðu fyrir þessu frábæra framtaki Þorgeirs. HK-ingar standa þétt við bakið á sínum manni en þann 27. desember fer fram styrktarleikur í Kórnum fyrir Bjarka. Þar mætir meistaraflokkur HK liði gamalla HK-leikmanna. Í því liði verða kempur eins og Gunnleifur Gunnleifsson og Rúrik Gíslason. HK-ingar standa einnig fyrir almennri söfnun til handa Bjarka og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum og má leggja henni lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikningsnúmer 536-14-400171, kt. 630981-0269. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það var frábær mæting á leik HK og FH í N1-deildinni á fimmtudag. Það var ekki bara handboltinn sem trekkti að því allur aðgangseyrir rann til Bjarka Más Sigvaldasonar sem er 25 ára gamall leikmaður knattspyrnuliðs HK. Hann glímir við erfið veikindi um þessar mundir. Í hálfleik á leiknum steig Þorgeir Lárus Árnason, sem er grjótharður HK-ingur, út á gólfið og kallaði Bjarka Má til sín. Fyrir framan rúmlega 1.000 manns flutti Þorgeir fallegt ljóð sem hann hafði samið sjálfur. Flutningurinn var frábær, rétt eins og ljóðið, og komust flestir áhorfendur við á þessari fallegu stund. Þeir félagar föðmuðust síðan áður en Þorgeir leysti Bjarka út með ljóðinu innrömmuðu. Áhorfendur, allir sem einn, stóðu upp og klöppuðu fyrir þessu frábæra framtaki Þorgeirs. HK-ingar standa þétt við bakið á sínum manni en þann 27. desember fer fram styrktarleikur í Kórnum fyrir Bjarka. Þar mætir meistaraflokkur HK liði gamalla HK-leikmanna. Í því liði verða kempur eins og Gunnleifur Gunnleifsson og Rúrik Gíslason. HK-ingar standa einnig fyrir almennri söfnun til handa Bjarka og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum og má leggja henni lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikningsnúmer 536-14-400171, kt. 630981-0269.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira