Úrtölufólkið og spýjan Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun