Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar 8. desember 2012 08:00 Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun