Opnað eftir hádegi Ásmundur Ásmundsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi?
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar