Opnað eftir hádegi Ásmundur Ásmundsson skrifar 1. desember 2012 08:00 Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir hrundu og Kauphöllin einnig afhjúpaðist sannleikurinn um hinar duldu eignir, sem gengið höfðu kaupum og sölum á íslensku markaðstorgi. Þær reyndust lítils virði og jafnvel einskis virði. Kauphöllin lokaði fyrir viðskipti og hinn sári sannleikur um uppblásnar eignir endaði í vösum launamanna. Nú máttu þeir eiga þær, enda stefndi virðið í að verða neikvætt. Það var í umsátri kröfuhafa, sem vissu sem var að heiður íslenskrar alþýðu er mikils virði. Sjálf lífsbjörgin var í húfi og viðskiptakjör á erlendum mörkuðum í uppnámi. Nú yrði að endurreisa traustið. Og kröfuhafarnir höfðu rétt fyrir sér, skattgreiðendur voru knúnir til að setja hundruð milljarða í að endurreisa efnahagslífið til að forða enn meira áfalli. Almenningur, sem hefur síðan þetta gerðist þurft að sætta sig við stórauknar persónulegar skuldir og notað sparnað til að komast af, stóð í þeirri trú að harmleikurinn um hinar uppblásnu eignir skyldi svo taka enda og við tæki opið þjóðfélag með áherslu á raunvirði og sannleika. Þá gerist það að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lýsir því yfir að eitt helsta vandræðabarn hrunsins, Íbúðalánasjóður, þurfi að undirgangast breytingar, sem komi í veg fyrir núverandi ótakmarkaða ríkisábyrgð á bréfum sjóðsins og rjúfa þannig beinan og óhindraðan aðgang að skattfé landsmanna. Nei takk vinkona, það er búið að opna aftur Kauphöllina, og því má ekki tala opinskátt eða segja sannleikann opinberlega. Ríkisjóður skal bara punga út tugum milljarða þegjandi og hljóðalaust, því ekki má trufla hinn viðkvæma markað verðbréfa. Það kann að vera rétt að slíkar truflanir séu óheppilegar. En þegar svo stórt mál er á ferðinni að jafnast á við hrun á stórum banka, þá verður að gera þá kröfu til forstjóra Kauphallarinnar að hann skilji að Ísland er ekki hluti af Kauphöllinni heldur öfugt. Þess utan getur sá góði maður litið á sig sem kóng í sínu ríki, sama er mér. Forstjóri Kauphallarinnar gerir sig svo breiðan og lýsir yfir í fjölmiðlum að hann hafi látið loka fyrir viðskipti með bréf Íbúðalánasjóðs vegna ummæla Sigríðar Ingibjargar, en láðist að gera grein fyrir því á hvaða forsendum hann opnaði fyrir þau aftur. Hann þarf þess náttúrulega ekki. Ekki nóg með það, forstjórinn ætlar að kenna þingmönnum það orðfæri sem tilhlýðilegt er í kringum höllina. Datt honum ekki í hug að ef loka þurfti fyrir viðskipti einhverra bréfa hjá sjóðnum að gera það bara þegjandi og hljóðalaust, og tilkynna þeim sem hafa áhuga á viðskiptum með bréfin að koma bara eftir hádegi?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun