Skákkrakkarnir okkar vinna góð verk Steinþór Baldursson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Skákhreyfingin í landinu hefur um áratugaskeið verið hluti af þjóðarstolti okkar sem þetta land byggjum. Við höfum fylgst spennt með góðum árangri sem okkar fólk hefur náð bæði nær og fjær. Við montum okkur af því að eiga hvað flesta stórmeistara miðað við höfðatölu og stór hluti þjóðarinnar hefur með einhverjum hætti fengið tækifæri til að kynnast skákinni, hvort sem það er í stofunni heima, á vinnustaðnum eða í skólanum. Mjög öflugt barna- og unglingastarf er unnið innan skákhreyfingarinnar bæði á vegum taflfélaganna í landinu, sveitarfélaga og á vegum Skáksambandsins. Við foreldrarnir fögnum þessu enda margsannað að skákin hefur mjög góð áhrif á þroska þeirra og getu til að taka erfiðar ákvarðanir.Góður félagsskapur Engum dylst að skákin er góður félagsskapur sem hefur mikið forvarnargildi gagnvart mörgu því slæma áreiti sem börn okkar verða sum hver fyrir á unglingsárunum. Árangurinn af þessu góða starfi er að koma fram af miklum krafti. Næsta kynslóð afrekskrakka er að koma upp og framtíðin í íslenskri skák er því björt, sérstaklega ef við sem þjóð berum gæfu til að hlúa vel að efniviðnum okkar. Skákkrakkarnir okkar eru hins vegar ekki bara í hlutverki barna í þjóðfélaginu heldur hafa þeir á undanförnum árum komið mjög sterkir inn í ýmis samfélagsleg verkefni með öflugu frumkvæði og starfi Skákakademíu Reykjavíkur. Þar má nefna að á síðasta ári söfnuðu skákkrakkarnir næstum tveimur milljónum króna fyrir Rauða krossinn og rann söfnunarféð óskipt til sveltandi barna í Sómalíu.Skákmaraþon Nú hafa krakkarnir beint sjónum sínum til Barnaspítala Hringsins og bjóða gestum og gangandi á öllum aldri í skákmaraþon í Kringlunni föstudaginn 30. nóvember og laugardaginn 1. desember næstkomandi. Tilgangurinn er göfugur: Að safna peningum til tækjakaupa fyrir Barnaspítalann. Allir hafa heyrt af nauðsyn þess að bæta tækjakostinn og því ætla krakkarnir okkar að láta verkin tala við skákborðið. Mörg efnilegustu skákbörn og -ungmenni landsins munu taka þátt í maraþoninu. Öllum sem vilja er boðið að spreyta sig gegn börnunum og leggja góðu málefni lið með frjálsum framlögum. Einkunnarorð FIDE eru „Gens una sumus" eða „við erum öll ein fjölskylda" og eiga þau orð sérstaklega vel við hér. Krakkarnir skora því á skákáhugamenn úr öllum áttum og á öllum aldri að koma í Kringluna og taka þátt í skákmaraþoninu og þar með aðstoða þau við að styðja við hið góða starf sem unnið er á Barnaspítala Hringsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun