Þrep virðisaukaskatts Hannes G. Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næsthæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þrepsins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setningu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heildarendurskoðun á VSK-kerfinu með einföldun, jafnræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun