Heimsbyggðin verður að heyra Björg Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó.Vildi forðast að dæma Fyrir fjórum árum fann ég hjá mér þörf fyrir að yfirgefa þægilegt líf mitt um stund og deila kjörum með fólki sem þarf að sætta sig við fátækt, kúgun og brot á mannréttindum. Þegar ég stóð frammi fyrir því að finna mér stað hugsaði ég ósjálfrátt: Allt nema Palestína. Þar hefur verið stríð síðan ég man eftir mér. Það varð þó úr að ég fór til Palestínu einkum vegna þess að tiltölulega auðvelt er að komast þangað í sjálfboðaliðastörf. Ég dvaldi í fimm vikur í borginni Nablus á Vesturbakkanum og fékkst við kennslu. Ég kenndi hópi palestínskra blaðamanna, hópi sérkennara fatlaðra barna og í tveimur grunnskólum Sameinuðu þjóðanna, öðrum í Balata-flóttamannabúðunum. Ég var fremur fáfróð um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þegar ég fór þó að samúð mín, eins og flestra Íslendinga, væri með Palestínumönnum. Ég hélt að þarna fengi ég gott tækifæri til að meta ástandið hlutlaust af því að mig langaði til að skilja sjónarmið beggja stríðandi afla enda vön að reyna að setja mig í spor annarra og dæma ekki. Samúð með gyðingum er inngróin í okkur sem höfum séð hundruð kvikmynda um helförina, skoðað söfn og lesið bækur um grimmd nasista og afdrif gyðinga. Ég hef séð með eigin augum hræðilegan stað í Póllandi sem heitir Auschwitz og enn verri stað, Birkenau. Það sem snerti mig mest voru hrúgur af hári sem rakað var af gyðingum og sent í vefnaðarverksmiðjur í Þýskalandi þar sem úr því var ofið fóður í þýska hermannajakka. Hugarflugi grimmdarinnar virðist engin takmörk sett.Samúðin varð til vegna eigin reynslu Þó að fyrsta daginn minn dveldi ég í Jerúsalem og hitti enga Palestínumenn byrjaði samúð mín með þeim að vaxa þennan dag vegna þess að alls staðar sá ég öflugan Ísraelsher, gráan fyrir járnum, hermenn æpandi skipanir í allar áttir. Þennan dag talaði ég eingöngu við Ísraelsmenn, fólk af ólíkum uppruna, sem alls ekki er allt fylgjandi aðgerðum eigin stjórnar í málefnum Palestínu. Ísraelsmaður af grískum uppruna hló að mér þegar ég sagðist ætla að reyna að skilja sjónarmið beggja. Þessi Ísraelsmaður taldi ekki gerlegt að skilja stefnu eigin stjórnvalda. Flóra fjölmenningar á þessum slóðum er flóknari en við getum gert okkur í hugarlund. Ísraelsmenn eru ekki bara gyðingar, þeir koma víðar að. Gyðingar eru heldur ekki allir eins, þeir eiga mismunandi sögu og bakgrunn og deila ekki allir sömu skoðunum. Arabar eru ekki eingöngu Palestínumenn, arabar eru líka búsettir í Ísrael. Og ekki eru allir Palestínuarabar sama sinnis, meðal þeirra er að finna mismunandi skoðanir á markmiðum og leiðum í sjálfstæðisbaráttunni. Allir eru þeir þó sammála um að Palestínumenn, eins og aðrir jarðarbúar, eigi rétt á að lifa í frjálsir í eigin landi. Samúð mín með palestínsku þjóðinni styrktist stöðugt vikurnar í Nablus. Ég var náttúrlega bara vel haldin og pen kona í ævintýraleit þannig að ég get varla sagt að ég hafi deilt kjörum með innfæddum en ég gat ímyndað mér hvernig er að vera í þeirra sporum. Ég gat til dæmis ekki farið í bað þegar ég taldi mig þurfa né eldað þegar ég var svöng. Það var aldrei hægt að vita hvenær Ísraelsmönnum hugnaðist að skammta Palestínumönnum vatn. Ég gat sett mig í spor húsmóður sem ekki gat gefið barnaskaranum að borða né þrifið heimili sitt vegna vatnsskorts. Ég gat skilið tilfinningar bóndans sem horfði á lífsbjörg sína skrælna. Þetta var einstaklega ógeðfellt í ljósi þess að í landnemabyggðunum höfðu Ísraelsmenn sundlaugar og iðagræna grasbletti með vökvunarbúnaði. Á hverri nóttu vaknaði ég við skothvelli og sprengjur og vissi að hermenn væru að ná í þá sem sýnt höfðu óhlýðni, til dæmis unga drengi sem í vanmætti sínum höfðu kastað steini í átt að hermanni. Einn mánudag þegar börn og kennarar mættu til starfa í grunnskólanum í Balata-flóttamannabúðunum höfðu ísraelskir hermenn skemmt sér þar um helgina við að skemma. Það höfðu þeir gert á eins niðurlægjandi hátt og hugsast gat; eyðilagt tölvur og annan fátæklegan tækjabúnað, skrifað níð á arabísku á veggina, skilið eftir gosflöskur fullar af hlandi í skólastofum og skitið út um alla skólalóðina. Uppfinningaríkidæmi grimmdarinnar virðist óendanlegt hjá afkomendum þeirra sem lifðu af helförina.Ekki bara þegar heimurinn horfir á Fyrir tveimur vikum sauð enn einu sinni upp úr í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna. Heimsbyggðin varð vitni að grimmdarverkum Ísraelsher og tilraunum Palestínumanna til að mótmæla ástandinu. Allir hafa séð myndir af litlum arabastrákum henda steinum í ísraelska skriðdreka. Þessar myndir eru táknmyndir stríðsins og sýna glöggt hlutföllin í völdum og vígbúnaði þessara stríðandi fylkinga. Rúmlega helmingur palestínsku þjóðarinnar býr í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum og hefur gert í sex áratugi. Hinn hlutinn er fangi í eigin landi með skert frelsi til allra athafna. Palestínumönnum er gert erfitt fyrir með að stunda landbúnað, fiskveiðar og iðnað. Þeir eru dæmdir til atvinnuleysis og fátæktar. Nýlega sáum við í sjónvarpi hvernig lífið er murkað úr almennum borgunum á heimilum þeirra, ungbörnum jafnt sem gamalmennum, og hvernig menningararfleifð araba, gyðinga og einnig okkar kristinna, er tætt sundur í sprengjuregni. En það sem verra er: Mannréttindi hafa verið brotin á Palestínumönnum á hverjum degi í rúm sextíu ár, ekki bara þá daga þegar heimsbyggðin horfir undrandi á. Nú hafa Ísraelsmenn gert heyrinkunnugt að þeir hyggist sprengja palestínsku þjóðina aftur til miðalda. En það eru ekki bara stríðin og sprengjurnar sem koma í veg fyrir þróun palestínsks samfélags. Hin stöðuga grimmd ísraelskra stjórnvalda kemur í veg fyrir að fólk geti lifað eðlilegu lífi, haft hreint í kringum sig, vökvað gjafir náttúrunnar, sótt fisk í soðið, byggt upp atvinnuvegi. Palestínumenn leggja afar mikið upp úr menntun enda er hún það eina sem ekki verður frá þeim tekið. Fróðleiksfýsnin sem ég fann, bæði meðal barna og fullorðinna, er undraverð. Hvorki fyrr né síðar hefur mér fundist ég gera jafn mikið gagn sem kennari. Börnin iðuðu af fjöri en voru þó bæði öguð og æðrulaus. Þau vildu fá að vita allt um umheiminn og segja mér af sínum kjörum. Fullorðið fólk stoppaði mig á götu til að þakka mér fyrir að sækja land þeirra heim. Palestínumönnum er mikils virði að þjóðum heims standi ekki á sama um örlög þeirra.Friðsamlegri og réttlátari framtíð Hvað getur lítil þjóð eins og Íslendingar gert fyrir Palestínumenn? Það er margt. Þó að við séum smá er tekið eftir okkur á alþjóðavettvangi. Ályktun Alþingis í fyrra vakti óskipta athygli. Við getum mótmælt aðgerðum Ísraelsmanna og aðgerðaleysi Bandaríkjamanna. En við getum líka háð okkar baráttu á jákvæðum nótum og farið í meðmælastöður með mannréttindum eins og gert var síðasta föstudag þegar undirskriftalisti var afhentur með ósk um að íslensk stjórnvöld sniðgangi Ísrael með viðskiptabanni. Það er hægt að ganga í Félagið Ísland-Palestína sem meðal annars safnar fé til neyðarhjálpar og hjálpar sjálfboðaliðum að fara og hjálpa. Við hjálpum líka með því að halda í trúna á hið góða. Corrie-hjónin, foreldrar Rachel Corrie, ungu bandarísku konunnar sem var myrt á Gasa árið 2003, hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir auknum skilningi á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau segja í viðtali við nýjasta tölublað málsgagnsins Frjáls Palestína að þau viðhaldi bjartsýni sinni með því að horfa til fólks af ólíkum kynþáttum sem berjast fyrir sömu hugsjóninni. Ég tek undir orð Cindy Corrie: „Ég hef von af því að ég veit að til er fólk sem vill gera framtíðina friðsamlegri og réttlátari." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Mig langar á þessum degi – sem er þrefaldur hátíðisdagur – að deila með ykkur reynslu minni. Dagurinn í dag, 29. nóvember, er samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með palestínsku þjóðinni, haldinn hátíðlegur frá árinu 1977. Þennan dag árið 1987 var Félagið Ísland-Palestína stofnað og fagnar því tuttugu og fimm ára afmæli. Og einmitt þennan dag fyrir ári síðan samþykkti Alþingi Íslendinga, fyrst þjóðþinga, samhljóða ályktun um að viðurkenna skyldi sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Þessi dagur er oft valinn fyrir atburði tengda Palestínu vegna þess að 29. nóvember 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að skipta Palestínu nokkurn veginn jafnt á milli gyðinga og araba. Sameinaðar þjóðir ákváðu að gefa einni þjóð land þar sem önnur þjóð bjó.Vildi forðast að dæma Fyrir fjórum árum fann ég hjá mér þörf fyrir að yfirgefa þægilegt líf mitt um stund og deila kjörum með fólki sem þarf að sætta sig við fátækt, kúgun og brot á mannréttindum. Þegar ég stóð frammi fyrir því að finna mér stað hugsaði ég ósjálfrátt: Allt nema Palestína. Þar hefur verið stríð síðan ég man eftir mér. Það varð þó úr að ég fór til Palestínu einkum vegna þess að tiltölulega auðvelt er að komast þangað í sjálfboðaliðastörf. Ég dvaldi í fimm vikur í borginni Nablus á Vesturbakkanum og fékkst við kennslu. Ég kenndi hópi palestínskra blaðamanna, hópi sérkennara fatlaðra barna og í tveimur grunnskólum Sameinuðu þjóðanna, öðrum í Balata-flóttamannabúðunum. Ég var fremur fáfróð um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þegar ég fór þó að samúð mín, eins og flestra Íslendinga, væri með Palestínumönnum. Ég hélt að þarna fengi ég gott tækifæri til að meta ástandið hlutlaust af því að mig langaði til að skilja sjónarmið beggja stríðandi afla enda vön að reyna að setja mig í spor annarra og dæma ekki. Samúð með gyðingum er inngróin í okkur sem höfum séð hundruð kvikmynda um helförina, skoðað söfn og lesið bækur um grimmd nasista og afdrif gyðinga. Ég hef séð með eigin augum hræðilegan stað í Póllandi sem heitir Auschwitz og enn verri stað, Birkenau. Það sem snerti mig mest voru hrúgur af hári sem rakað var af gyðingum og sent í vefnaðarverksmiðjur í Þýskalandi þar sem úr því var ofið fóður í þýska hermannajakka. Hugarflugi grimmdarinnar virðist engin takmörk sett.Samúðin varð til vegna eigin reynslu Þó að fyrsta daginn minn dveldi ég í Jerúsalem og hitti enga Palestínumenn byrjaði samúð mín með þeim að vaxa þennan dag vegna þess að alls staðar sá ég öflugan Ísraelsher, gráan fyrir járnum, hermenn æpandi skipanir í allar áttir. Þennan dag talaði ég eingöngu við Ísraelsmenn, fólk af ólíkum uppruna, sem alls ekki er allt fylgjandi aðgerðum eigin stjórnar í málefnum Palestínu. Ísraelsmaður af grískum uppruna hló að mér þegar ég sagðist ætla að reyna að skilja sjónarmið beggja. Þessi Ísraelsmaður taldi ekki gerlegt að skilja stefnu eigin stjórnvalda. Flóra fjölmenningar á þessum slóðum er flóknari en við getum gert okkur í hugarlund. Ísraelsmenn eru ekki bara gyðingar, þeir koma víðar að. Gyðingar eru heldur ekki allir eins, þeir eiga mismunandi sögu og bakgrunn og deila ekki allir sömu skoðunum. Arabar eru ekki eingöngu Palestínumenn, arabar eru líka búsettir í Ísrael. Og ekki eru allir Palestínuarabar sama sinnis, meðal þeirra er að finna mismunandi skoðanir á markmiðum og leiðum í sjálfstæðisbaráttunni. Allir eru þeir þó sammála um að Palestínumenn, eins og aðrir jarðarbúar, eigi rétt á að lifa í frjálsir í eigin landi. Samúð mín með palestínsku þjóðinni styrktist stöðugt vikurnar í Nablus. Ég var náttúrlega bara vel haldin og pen kona í ævintýraleit þannig að ég get varla sagt að ég hafi deilt kjörum með innfæddum en ég gat ímyndað mér hvernig er að vera í þeirra sporum. Ég gat til dæmis ekki farið í bað þegar ég taldi mig þurfa né eldað þegar ég var svöng. Það var aldrei hægt að vita hvenær Ísraelsmönnum hugnaðist að skammta Palestínumönnum vatn. Ég gat sett mig í spor húsmóður sem ekki gat gefið barnaskaranum að borða né þrifið heimili sitt vegna vatnsskorts. Ég gat skilið tilfinningar bóndans sem horfði á lífsbjörg sína skrælna. Þetta var einstaklega ógeðfellt í ljósi þess að í landnemabyggðunum höfðu Ísraelsmenn sundlaugar og iðagræna grasbletti með vökvunarbúnaði. Á hverri nóttu vaknaði ég við skothvelli og sprengjur og vissi að hermenn væru að ná í þá sem sýnt höfðu óhlýðni, til dæmis unga drengi sem í vanmætti sínum höfðu kastað steini í átt að hermanni. Einn mánudag þegar börn og kennarar mættu til starfa í grunnskólanum í Balata-flóttamannabúðunum höfðu ísraelskir hermenn skemmt sér þar um helgina við að skemma. Það höfðu þeir gert á eins niðurlægjandi hátt og hugsast gat; eyðilagt tölvur og annan fátæklegan tækjabúnað, skrifað níð á arabísku á veggina, skilið eftir gosflöskur fullar af hlandi í skólastofum og skitið út um alla skólalóðina. Uppfinningaríkidæmi grimmdarinnar virðist óendanlegt hjá afkomendum þeirra sem lifðu af helförina.Ekki bara þegar heimurinn horfir á Fyrir tveimur vikum sauð enn einu sinni upp úr í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna. Heimsbyggðin varð vitni að grimmdarverkum Ísraelsher og tilraunum Palestínumanna til að mótmæla ástandinu. Allir hafa séð myndir af litlum arabastrákum henda steinum í ísraelska skriðdreka. Þessar myndir eru táknmyndir stríðsins og sýna glöggt hlutföllin í völdum og vígbúnaði þessara stríðandi fylkinga. Rúmlega helmingur palestínsku þjóðarinnar býr í flóttamannabúðum í nágrannalöndunum og hefur gert í sex áratugi. Hinn hlutinn er fangi í eigin landi með skert frelsi til allra athafna. Palestínumönnum er gert erfitt fyrir með að stunda landbúnað, fiskveiðar og iðnað. Þeir eru dæmdir til atvinnuleysis og fátæktar. Nýlega sáum við í sjónvarpi hvernig lífið er murkað úr almennum borgunum á heimilum þeirra, ungbörnum jafnt sem gamalmennum, og hvernig menningararfleifð araba, gyðinga og einnig okkar kristinna, er tætt sundur í sprengjuregni. En það sem verra er: Mannréttindi hafa verið brotin á Palestínumönnum á hverjum degi í rúm sextíu ár, ekki bara þá daga þegar heimsbyggðin horfir undrandi á. Nú hafa Ísraelsmenn gert heyrinkunnugt að þeir hyggist sprengja palestínsku þjóðina aftur til miðalda. En það eru ekki bara stríðin og sprengjurnar sem koma í veg fyrir þróun palestínsks samfélags. Hin stöðuga grimmd ísraelskra stjórnvalda kemur í veg fyrir að fólk geti lifað eðlilegu lífi, haft hreint í kringum sig, vökvað gjafir náttúrunnar, sótt fisk í soðið, byggt upp atvinnuvegi. Palestínumenn leggja afar mikið upp úr menntun enda er hún það eina sem ekki verður frá þeim tekið. Fróðleiksfýsnin sem ég fann, bæði meðal barna og fullorðinna, er undraverð. Hvorki fyrr né síðar hefur mér fundist ég gera jafn mikið gagn sem kennari. Börnin iðuðu af fjöri en voru þó bæði öguð og æðrulaus. Þau vildu fá að vita allt um umheiminn og segja mér af sínum kjörum. Fullorðið fólk stoppaði mig á götu til að þakka mér fyrir að sækja land þeirra heim. Palestínumönnum er mikils virði að þjóðum heims standi ekki á sama um örlög þeirra.Friðsamlegri og réttlátari framtíð Hvað getur lítil þjóð eins og Íslendingar gert fyrir Palestínumenn? Það er margt. Þó að við séum smá er tekið eftir okkur á alþjóðavettvangi. Ályktun Alþingis í fyrra vakti óskipta athygli. Við getum mótmælt aðgerðum Ísraelsmanna og aðgerðaleysi Bandaríkjamanna. En við getum líka háð okkar baráttu á jákvæðum nótum og farið í meðmælastöður með mannréttindum eins og gert var síðasta föstudag þegar undirskriftalisti var afhentur með ósk um að íslensk stjórnvöld sniðgangi Ísrael með viðskiptabanni. Það er hægt að ganga í Félagið Ísland-Palestína sem meðal annars safnar fé til neyðarhjálpar og hjálpar sjálfboðaliðum að fara og hjálpa. Við hjálpum líka með því að halda í trúna á hið góða. Corrie-hjónin, foreldrar Rachel Corrie, ungu bandarísku konunnar sem var myrt á Gasa árið 2003, hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir auknum skilningi á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau segja í viðtali við nýjasta tölublað málsgagnsins Frjáls Palestína að þau viðhaldi bjartsýni sinni með því að horfa til fólks af ólíkum kynþáttum sem berjast fyrir sömu hugsjóninni. Ég tek undir orð Cindy Corrie: „Ég hef von af því að ég veit að til er fólk sem vill gera framtíðina friðsamlegri og réttlátari."
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun