Feneyjanefnd og sjálfsvirðing Ágúst Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar