Ríkið brýtur umgengnisréttindi 23. nóvember 2012 06:00 Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra?
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar