Handhafar framkvæmdarvalds Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar? Markmið tillagna stjórnlagaráðs er að stjórnarskráin verði skýr, auðskiljanleg og auðlæsileg. Í skýringum ráðsins með tillögunum segir: „Í markmiðinu um skýra stjórnarskrá felst að lýsa því fyrirkomulagi sem gildir í reynd og að þeir handhafar opinbers valds sem tilgreindir eru með ákveðin hlutverk í stjórnarskrá fari raunverulega með þau." Leppshlutverk forseta Stjórnlagaráð taldi í skýringum við tillögur um forseta Íslands „að ekki ætti að nefna forseta í einstaka ákvæðum stjórnarskrár nema aðkoma hans væri persónulegs eðlis í samræmi við það markmið að afnema „leppshlutverk forseta"." Að telja forseta Íslands í „leppshlutverki" ber vott um skilningsleysi á núverandi stjórnskipan. Forseti Íslands er í dag hinn formlegi handhafi framkvæmdarvalds. Í tillögunum er eitt af hlutverkum forseta að staðfesta samþykkt frumvörp frá Alþingi og veitir undirskrift hans þeim lagagildi. Forseti fer áfram með málskotsréttinn; getur synjað frumvörpum staðfestingar og skotið þeim til þjóðarinnar. Þessi völd forseta (án þeirra er embættið óþarft) teljast ekki lengur til löggjafarvalds heldur til framkvæmdarvalds. Í skýringum stjórnlagaráðs segir að hlutverk forseta við staðfestingu laga sé bundið við stöðu hans sem æðsta framkvæmdarvaldshafa. Í dag veitir forseti Íslands stjórnarmyndunarumboð og skipar ráðherra í þingbundna stjórn. Skv. 90. gr. tillagna stjórnlagaráðs kýs Alþingi forsætisráðherra að tillögu forseta Íslands, sem að kosningu lokinni skipar forsætisráðherra í embættið. Aðkoma forseta er hér óþörf og gæti orðið til trafala. Ákvæðið kveður einnig á um að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði skipan ráðuneyta, tölu ráðherra og skipti með þeim störfum, en skv. tillögunum kemur Alþingi ekki að vali þeirra. Forsætisráðherra hefur og yfirumsjón með störfum ráðherra. Í skýringum stjórnlagaráðs er talað um forsætisráðherra sem „yfirmann framkvæmdarvaldsins". Augljóst er, þrátt fyrir orð tillagna stjórnlagaráðs um annað, að forsætisráðherra yrði í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt tillögunum mun ríkisstjórn taka ákvarðanir sameiginlega um mikilvæg eða stefnumarkandi málefni. Það samræmist ekki því að einstakir ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Ráðherra að eigin vali? Mun forsætisráðherra í raun skipa ráðherra að eigin vali eða er um formlegt skipunarvald að ræða? Sé valdið einungis formlegt er það ekki í samræmi við ofangreind markmið stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá. Í skýringum stjórnlagaráðs við 90. gr. segir að væntanlega yrði „fyrsta formlega" verk forsætisráðherra að skipa ráðherra. Síðan segir: „Má ætla að skipan ráðuneyta, tala ráðherra og verkaskipting sé hluti af umsömdum stjórnarsáttmála ef um er að ræða samsteypustjórn." Samkvæmt þessu virðist forsætisráðherra ekki ætlað sjálfstætt vald til að skipa ráðherra. Líklegt er að þegar Alþingi kýs forsætisráðherra liggi fyrir stjórnarsáttmáli og ráðherralisti og að forsætisráðherra hafi raunverulega ekki það skipunarvald sem tillögur stjórnlagaráðs kveða á um. Í dag er oft kosið um ráðherradóm þingmanna á þingflokksfundum. Þó að í tillögum stjórnlagaráðs sé ekki kveðið á um aðkomu Alþingis að skipan venjulegra ráðherra mun Alþingi eða alþingismenn koma að þeirri skipan með einum eða öðrum hætti, fram yfir vald til vantrausts. Það stangast á við tilvitnuð orð hér að ofan um að stjórnarskráin lýsi því fyrirkomulagi sem gildir í reynd. Engar breytingar Hér er því hvorki náð markmiðum tillagna stjórnlagaráðs um skýra stjórnarskrá né ganga þær upp varðandi skipan framkvæmdarvalds. Ákvæði um að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði stangast á við hlutverk annarra handhafa þess. Forsætisráðherra er í raun æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins; forseti Íslands er það þegar hann veitir frumvörpum lagagildi með staðfestingu sinni; og ríkisstjórnin þegar hún tekur ákvarðanir um mikilvæg málefni. Tillögur stjórnlagaráðs um breytt form á vali æðstu handhafa framkvæmdarvalds (forsætisráðherra/ráðherrar) fela í raun í sér engar breytingar. Einungis aukið lýðræði fæli í sér raunverulega breytingu þannig að þjóðin kysi æðsta handhafa framkvæmdarvalds beinni kosningu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun