Steingrími svarað Vilhjálmur Egilsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar