Jóhönnuð atburðarás Sigríður Andersen skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Hér í blaðinu fyrir helgi svaraði Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, grein minni um þátt Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í kipp sem útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tóku á mánuðunum fyrir bankahrunið 2008. Upplýsingafulltrúinn segir að ég hafi „ýjað“ að því að Jóhanna hafi með aðgerðum sínum ginnt fjölda fólks út í fasteignaviðskipti á mánuðunum fyrir hrun. Hið rétta er þó að ég ýjaði ekki að þessu heldur fullyrti ég þetta enda liggja staðreyndir málsins fyrir. Það er engin ástæða til að fara í kringum þetta eins og köttur kringum heitan graut. Útlán ÍLS jukust hratt eftir að Jóhanna hafði fengið það samþykkt í ríkisstjórn vorið 2008 að hækka hámarkslán sjóðsins og rýmka veðsetningarheimildir. Þessu til viðbótar var hluti lántökukostnaðar vegna kaupa á fyrstu íbúð felldur niður. Upplýsingafulltrúinn reynir í grein sinni að breiða yfir þátt Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli og koma ábyrgð hennar sem fagráðherra yfir á þáverandi forsætisráðherra, þótt ÍLS hafi heyrt undir hennar ráðuneyti. Það er ekki mikil reisn yfir þeirri tilraun en hún er svo sem í stíl við pólitíska ákæru vinstri flokkanna á hendur þessum sama einstaklingi fyrir Landsdómi. Þessi breyting á útlánareglum ÍLS var á forræði Jóhönnu. Sjálf sagði Jóhanna í þingræðu 23. maí 2008 að „sú sem hér stendur er ráðherra húsnæðismála.“ En þrátt fyrir þessa tilraun til að draga úr hlut húsnæðismálaráðherrans reynir fulltrúinn jafnframt að réttlæta auknar útlánaheimildir ÍLS með því að þær hafi verið „neyðarráðstöfun“ til að koma í veg fyrir að „fasteignamarkaðurinn botnfrysi“. En það var hins vegar gild ástæða fyrir því að fasteignaviðskipti höfðu nær stöðvast vorið 2008. Lánsfé, sem áður var ofgnótt af, var illfáanlegt. Það var fullkomlega eðlilegt að menn héldu að sér höndum um hríð og færu ekki út í jafn stórar fjárfestingar og íbúðarkaup eru fyrir hverja fjölskyldu. Loftið var byrjað að leka úr fasteignabólunni og við þær aðstæður er lítill áhugi á fasteignakaupum. Sjálf sagði Jóhanna húsnæðismálaráðherra í fyrrnefndri þingræðu um stöðuna á fasteignamarkaðinum að „alþjóðleg fjármálakreppa“ væri hafin. Hvernig gat það gerst að húsnæðismálaráðherra, sem gerir sér grein fyrir kreppunni, greip til aðgerða sem miðuðu að því að lokka fólk út í húsnæðiskaup?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun