Fjárfestingaáætlun á fjárlög Katrín Júlíusdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Fjármögnun fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrirvara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjárfestingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf. Veiðigjald í samgöngur og nýsköpunÍ fjárfestingaáætlun er arði þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni veitt til samgöngubóta um land allt. Þannig var hægt að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og öðrum brýnum vegabótum og leggja aukið fé til hjólreiða á samgönguáætlun, svo fátt eitt sé talið. Háskóla- og atvinnulíf framtíðarinnar var jafnframt stóreflt með auknu fé til rannsóknasjóðs og tækniþróunarsjóðs, auk markáætlana sem beinast að sérstökum áherslusviðum í vísinda- og atvinnumálum. Alls verða framlög til þessara þátta 3,8 milljarðar á næsta ári. Hinar skapandi greinarÖnnur verkefni á fjárfestingaáætlun eru fjármögnuð með arði úr bönkum. Framlög í Kvikmyndasjóð Íslands verða hækkuð úr 530 í 1.000 m.kr á ári. Þetta hefur margföldunaráhrif því fyrir hverja krónu sem þar er lögð fram sækja kvikmyndagerðarmenn um þrjár til viðbótar í verkefni sín erlendis frá. Jafnframt verður komið á fót verkefnasjóði skapandi greina sem styrkja mun hönnun og myndlist auk þess sem framlög til tónlistar og bókmennta verða aukin en alls munu 250 m.kr árlega renna í verkefnasjóði skapandi greina. Græna hagkerfiðTil að fylgja eftir tillögum sem Alþingi sameinaðist um til eflingar grænu atvinnulífi á Íslandi verður varið 3,5 milljörðum næstu þrjú ár og þar af um milljarði á næsta ári. Mikil sóknarfæri eru á þessu sviði og til að örva fjárfestingar verður settur á laggirnar grænn fjárfestingasjóður sem fjárfesta mun í fyrirtækjum í umhverfisvænni starfsemi. Hann fær milljarð í stofnfé úr ríkissjóði en stefnt er að því að þrír fjórðu hlutar stofnfjár komi annars staðar frá. Græn skref ríkisstofnana, stuðningur og hvati til að grænka fyrirtæki og verkefni á sviði orkuskipta fá einnig framlög til að auka samkeppnishæfni Íslands með umhverfislausnum. Efling innviða í ferðamannaþjónustuSérstök áhersla er á að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu um landið. Veittar verða 500 milljónir til viðbótar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða næstu þrjú árin. Auk þess sem gert verður sérstakt átak í að byggja upp innviði þjóðgarða og viðkvæmra náttúrusvæða fyrir andvirði 250 m.kr á ári. Þá er ráðgert að reisa Kirkjubæjarstofu, sem verður anddyri að Vatnajökulsþjóðgarði. Hús íslenskra fræða verður hús yfir handritin okkar sem geta orðið svipað aðdráttarafl og önnur fegurstu listaverk heimsins og peningar verða settir í að koma á fót langþráðri náttúruminjasýningu. Þá er tryggt fé til endurnýjunar á nýjum Herjólfi og endurbóta í Landeyjahöfn en allt eru þetta einnig dæmi um ferðaþjónustutengdar fjárfestingar. Úr vörn í sókn með framtíðarsýnFjárfestingaáætlun er hluti af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún miðar að því að auka fjárfestingar og draga úr atvinnuleysi. Hún felur einnig í sér nýja og skýra atvinnupólitík. Hún byggir á þekkingu og hugvitsgreinum. Hún er skapandi og hún er græn. Því fer hins vegar fjarri að ríkisstjórnin eigi fjárfestingaáætlunina ein. Þvert á móti byggir hún á vandaðri og viðamikilli stefnumótun sem hundruð Íslendinga um land allt hafa komið að í gegnum Sóknaráætlun fyrir Ísland, þjóðfundi hennar og sérfræðivinnu. Fjárfestingaáætlun er því sameign okkar allra, til marks um nýja tíma og nýja framtíðarsýn og þann metnað og kraft sem við viljum að einkenni næstu ár á Íslandi. Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.) Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. fjárlagafrumvarpi 2013 4.200 Samgönguframkvæmdir, aukning 2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning 1.300 Sóknaráætlun landshluta* 400 Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130 Fasteignir 3.430 Fangelsi 1.000 Hús íslenskra fræða 800 Herjólfur/Landeyjahöfn 640 Náttúruminjasafn/sýning 500 Kirkjubæjarstofa 290 Húsverndarsjóður, aukning 200 Græna hagkerfið 1.030 Grænn fjárfestingasjóður, nýtt 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt 280 Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt 150 Grænar fjárfestingar, nýtt 50 Orkuskipti í skipum, nýtt 50 Skapandi greinar 920 Kvikmyndasjóður, aukning 470 Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt 250 Netríkið Ísland, aukning 200 Ferðaþjónusta 750 Uppbygging ferðamannastaða, aukning 500 Innviðir friðlýstra svæða, nýtt 250 Samtals 10.330 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Fjármögnun fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar sem kynnt var sl. vor hefur nú verið tryggð, en áætlunin var sett fram með fyrirvara um tekjur af veiðigjöldum og arði úr bönkum. Hvort tveggja hefur nú gengið eftir. Á næsta ári fara því alls 10,3 milljarðar króna á fjárlögum næsta árs í verkefni fjárfestingaáætlunar sem auka munu fjárfestingu og styðja við vaxandi atvinnugreinar til að skapa hagvöxt og ný störf. Veiðigjald í samgöngur og nýsköpunÍ fjárfestingaáætlun er arði þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni veitt til samgöngubóta um land allt. Þannig var hægt að flýta Norðfjarðar- og Dýrafjarðargöngum og öðrum brýnum vegabótum og leggja aukið fé til hjólreiða á samgönguáætlun, svo fátt eitt sé talið. Háskóla- og atvinnulíf framtíðarinnar var jafnframt stóreflt með auknu fé til rannsóknasjóðs og tækniþróunarsjóðs, auk markáætlana sem beinast að sérstökum áherslusviðum í vísinda- og atvinnumálum. Alls verða framlög til þessara þátta 3,8 milljarðar á næsta ári. Hinar skapandi greinarÖnnur verkefni á fjárfestingaáætlun eru fjármögnuð með arði úr bönkum. Framlög í Kvikmyndasjóð Íslands verða hækkuð úr 530 í 1.000 m.kr á ári. Þetta hefur margföldunaráhrif því fyrir hverja krónu sem þar er lögð fram sækja kvikmyndagerðarmenn um þrjár til viðbótar í verkefni sín erlendis frá. Jafnframt verður komið á fót verkefnasjóði skapandi greina sem styrkja mun hönnun og myndlist auk þess sem framlög til tónlistar og bókmennta verða aukin en alls munu 250 m.kr árlega renna í verkefnasjóði skapandi greina. Græna hagkerfiðTil að fylgja eftir tillögum sem Alþingi sameinaðist um til eflingar grænu atvinnulífi á Íslandi verður varið 3,5 milljörðum næstu þrjú ár og þar af um milljarði á næsta ári. Mikil sóknarfæri eru á þessu sviði og til að örva fjárfestingar verður settur á laggirnar grænn fjárfestingasjóður sem fjárfesta mun í fyrirtækjum í umhverfisvænni starfsemi. Hann fær milljarð í stofnfé úr ríkissjóði en stefnt er að því að þrír fjórðu hlutar stofnfjár komi annars staðar frá. Græn skref ríkisstofnana, stuðningur og hvati til að grænka fyrirtæki og verkefni á sviði orkuskipta fá einnig framlög til að auka samkeppnishæfni Íslands með umhverfislausnum. Efling innviða í ferðamannaþjónustuSérstök áhersla er á að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu um landið. Veittar verða 500 milljónir til viðbótar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða næstu þrjú árin. Auk þess sem gert verður sérstakt átak í að byggja upp innviði þjóðgarða og viðkvæmra náttúrusvæða fyrir andvirði 250 m.kr á ári. Þá er ráðgert að reisa Kirkjubæjarstofu, sem verður anddyri að Vatnajökulsþjóðgarði. Hús íslenskra fræða verður hús yfir handritin okkar sem geta orðið svipað aðdráttarafl og önnur fegurstu listaverk heimsins og peningar verða settir í að koma á fót langþráðri náttúruminjasýningu. Þá er tryggt fé til endurnýjunar á nýjum Herjólfi og endurbóta í Landeyjahöfn en allt eru þetta einnig dæmi um ferðaþjónustutengdar fjárfestingar. Úr vörn í sókn með framtíðarsýnFjárfestingaáætlun er hluti af efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hún miðar að því að auka fjárfestingar og draga úr atvinnuleysi. Hún felur einnig í sér nýja og skýra atvinnupólitík. Hún byggir á þekkingu og hugvitsgreinum. Hún er skapandi og hún er græn. Því fer hins vegar fjarri að ríkisstjórnin eigi fjárfestingaáætlunina ein. Þvert á móti byggir hún á vandaðri og viðamikilli stefnumótun sem hundruð Íslendinga um land allt hafa komið að í gegnum Sóknaráætlun fyrir Ísland, þjóðfundi hennar og sérfræðivinnu. Fjárfestingaáætlun er því sameign okkar allra, til marks um nýja tíma og nýja framtíðarsýn og þann metnað og kraft sem við viljum að einkenni næstu ár á Íslandi. Framlög til verkefna innan fjárfestingaáætlunar árið 2013 (m.kr.) Verkefni fjármögnuð með veiðigjaldi og leigutekjum skv. fjárlagafrumvarpi 2013 4.200 Samgönguframkvæmdir, aukning 2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður, aukning 1.300 Sóknaráætlun landshluta* 400 Ný verkefni fjármögnuð með arðgreiðslum við 2. umr. fjárlagafrumvarps 6.130 Fasteignir 3.430 Fangelsi 1.000 Hús íslenskra fræða 800 Herjólfur/Landeyjahöfn 640 Náttúruminjasafn/sýning 500 Kirkjubæjarstofa 290 Húsverndarsjóður, aukning 200 Græna hagkerfið 1.030 Grænn fjárfestingasjóður, nýtt 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja, nýtt 280 Græn skref og vistvæn innkaup, nýtt 150 Grænar fjárfestingar, nýtt 50 Orkuskipti í skipum, nýtt 50 Skapandi greinar 920 Kvikmyndasjóður, aukning 470 Verkefnasjóðir skapandi greina, nýtt 250 Netríkið Ísland, aukning 200 Ferðaþjónusta 750 Uppbygging ferðamannastaða, aukning 500 Innviðir friðlýstra svæða, nýtt 250 Samtals 10.330
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun