Burt með fjárfesta og ferðamenn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar