Hvers konar þjóðkirkjuákvæði? Hjalti Hugason skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Lokatölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Tæpur helmingur þeirra sem kosningarrétt höfðu mætti á kjörstað. Um tveir þriðju vilja að frumvarp Stjórnlagaráðs verði lagt til grundvallar við áframhaldandi meðferð málsins á vegum Alþingis, stjórnarskrárgjafans. Þó vék nokkur meirihluti kjósenda frá þessari meginvísbendingu með því að svara spurningu nr. 3 með „Já"-i en þar var spurt: „ Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?"19. gr. stenst ekki Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur Stjórnlagaráðs verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar en þar segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Mikill stuðningur við tillögur ráðsins í heild veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni. Þó verður að gæta þessa að í stjórnarskránni verði „ákvæði um þjóðkirkju" sem rís undir nafni.Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðslunni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Þannig var spurningin orðuð á undirbúningsstigi en var breytt á síðari stigum. Af þeim sökum var frá upphafi ljóst að ekki var mögulegt að líta svo á að „Já" jafngilti atkvæði er greitt væri með óbreyttri 62. gr. En hvað merkir „Já"-ið þá? Við sem svöruðum með „Já"-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Óhjákvæmilega höfum við þó átt við að í nýrri stjórnarkrá skuli vera ákvæði einhvers staðar á litrófinu frá núgildandi 62. gr. og langleiðina í áttina að 19. gr. stjórnlagaráðs – en þó ekki alla leiðina þangað. Við hljótum að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið skyldi koma fyrir í stjórnarskrártextanum. Annars væri vart um þjóðkirkjuákvæði að ræða. Verkefnið sem nú liggur fyrir er þetta: Hversu nærri tillögu stjórnlagaráðs er mögulegt að fara til að ná þó fram marktæku þjóðkirkjuákvæði sem jafnframt er þó þannig lagað að það geti orðið grunnur að trúmálarétti fyrir 21. öld?Fær leið Ein leið til þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagaráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkjunnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóðkirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlagaráðs með því að skapa stjórnarskrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórnlagaráðs. Þar er um heimildarákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í landinu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóðkirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar er að ræða rétt eins og nú er.Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trúmálarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenningar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga samþykkt verður þessari grein laganna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar vegferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórnlagaráðs sem kvað á um „kirkjuskipan ríkisins" og þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar ríkisins" væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun – jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sambærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá meginmunur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæðagreiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambærilegu móti og þjóðkirkjan. Í tillögunni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélagsleg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. Í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkjuþings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: …hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og réttindi annarra trú- og lífsskoðunarfélaga verði tryggð.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun