Við erum ekki ein Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 31. október 2012 08:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun