Við erum ekki ein Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 31. október 2012 08:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. föstudag svarar Þórður Snær Júlíusson grein minni Fjármálakerfi á eigin fótum. Þar lýsir Þórður þeim áhyggjum að sú leið, sem ég legg þar til, að festa forgang innstæðueiganda í lög sé leið til einangrunar Íslands frá hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Í leiðaranum segir m.a.: „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr þá er Ísland hluti af hinum alþjóðlega fjármálaheimi. Ef Ísland ákveður, eitt landa, að forgangstryggja innstæður mun það einfaldlega leiða til þess að lánakjör íslenskra fjármálastofnana á erlendu lánsfjármagni verður dýrara." Þórður spáir því að verði fjármálakerfið á Íslandi eitt látið standa á eigin fótum með þeim hætti, sem ég legg til, sé hætta á að við dæmum okkur sjálf til skógargöngu með tilheyrandi fórnarkostnaði fyrir íslenskt efnahagslíf. Einhver kann að yppa öxlum yfir þessum áhyggjum og segja að það sé fremur ágætt að vera utan þessa kerfis hvort sem er – betra sé að forðast leiðina til glötunar þó það kosti að vera einn. Það var þó ekki ásetningur minn enda snerist hugleiðing mín um að benda á þá staðreynd að alls staðar í Evrópu er umræða um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Að hluta til hefur sú umræða snúist um fullkomna uppskrift að því hvernig hægt er að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi m.a. í viðamiklum skýrslum sem kenndar eru við Vickers og svo Liikanen. Var þetta m.a. umfjöllunarefni í leiðara ritstjóra Fréttablaðsins á dögunum. Með grein minni vildi ég benda á að það kunni að vera til önnur lausn en aðskilnaður. Hún sé að tryggja forgang innstæðueiganda sem tryggi svipuð markmið án karps um hvers konar aðskilnaður á að eiga sér stað. Til viðbótar hefur hún þann kost umfram aðskilnaðarleiðina að takmarka betur áhættusækni og taka af allan vafa um að engin ríkisábyrgð sé á innstæðum. Þar sem stjórnmálamenn Evrópu hafa ekki fundið lendingu í framtíðarskipan fjármálakerfisins á þessi hugmynd alveg eins við þar og hér á landi. Raunar hefur Steingrímur J. Sigfússon þegar komið henni á framfæri á þeim vettvangi með grein í Financial Times eins og Þórður bendir á. Það er nauðsynlegt að sem flestar hugmyndir komi fram um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Í Evrópu bendir margt til þess að bankarnir ætli að sitja ástandið af sér í þægilegu skjóli ríkisábyrgðar og að eina breytingin sem verði á kerfinu sé að hækka þær upphæðir sem innstæðueigendur geta fengið úr tryggingarsjóðum við fall banka. Sú niðurstaða er hins vegar óásættanleg enda viðheldur hún kerfi sem hefur blásið út á ábyrgð skattgreiðanda en ekki bankanna sjálfra. Verði það endanleg niðurstaða þyrftu, að mínu mati, öll ríki Evrópu að bókfæra innstæður í ríkisbókhald sitt sem mögulega skuldbindingu enda standa tryggingarsjóðir ekki undir falli banka. Slíkt myndu ríki Evrópu ekki þola og því myndi blekkingarleikur tryggingarkerfanna halda áfram. Alls kyns herðingar á eftirliti breyta engu þar um því kerfið þarf að stokka upp frá grunni. Að lokum má spyrja: Ef Evrópa fer þá leið að viðhalda óbreyttu ástandi og að fjármálakerfið hafi áfram „dulda" ríkisábyrgð ætti Ísland að taka þátt í því til þess að vera samkeppnishæft á sviði fjármálastarfsemi? Mitt svar er nei enda eru, eins og Þórður segir með svo skýrum hætti í grein sinni, „líkast til allir sammála um að það verði að finna leiðir til að afnema ríkisábyrgð á bankakerfinu" þannig að fjármálakerfi standi á eigin fótum. Hef ég áhyggjur af því að slík afstaða dæmi Ísland til einangrunar í hinu alþjóðlega samfélagi? Nei, vegna þess að við erum ekki ein um að glíma við þennan vanda heldur ógnar stefnuleysi í þessum efnum lífskjörum heillar heimsálfu. Og það sem veldur óróleika er hversu skammt á veg stjórnmálamenn álfunnar og aðrir eru í að þróa vitræna leið fyrir fjármálakerfi framtíðarinnar til að standa á eigin fótum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar