Launamerkið Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 30. október 2012 08:00 Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í auknum mæli skreyta fyrirtæki sig umhverfismerkjum. Það er bæði þarft og snjallt. Eins eru félög í meiri mæli farin að huga að hollustuþáttum í ímynd sinni, svo og vottun um réttindi vinnuafls, uppruna hráefnis og sanngjörn viðskipti. Allt er þetta vel. Tímabært er að fyrirtæki, jafnt þau opinberu og einkareknu, merki sig mannvernd. Þar þarf sérstaklega að huga að launajöfnuði, sem er og verður, þar til honum verður útrýmt, einhver mesti ljóður á starfsemi fyrirtækja, hér á landi sem erlendis. Snjallt væri að taka upp Launamerkið, sem þau fyrirtæki ein, sem geta sannað fullan launajöfnuð innan sinna raða, geta prýtt sig með í bak og fyrir. Ég yrði stoltur af því að skipta við slík fyrirtæki – og liti innan tíðar þau félög hornauga, sem ekki státuðu af slíku. Eðlilegt er að Launamerkið lúti sömu lögmálum og önnur stöðluð vottun sem að ofan greinir; þar til bær stofnun veitti heimild fyrir notkun merkisins, að undangenginni skoðun á launabókhaldi. Hinn kostinn þekkjum við: Launabil kynjanna þrífst á launaleynd. Viðvarandi launamunur kynjanna, sem lítið hefur skánað á undanliðnum árum, er mjög alvarleg meinsemd í samfélaginu. Ráðstefnur, skýrslur og úttektir á vandanum eru góðra gjalda verðar, en við dagsbrún nýrrar aldar er rík þörf á aðgerðum og lausnum. Spyrja má hvort fyrirtæki hafi hér eitthvað að óttast. Ég held þvert á móti að öll ábyrg fyrirtæki vilji hafa hér hreint borð. Fátt bætir ímynd þeirra jafn mikið og að þau komi eins fram við konur og karla sem fyrir þau starfa. Og er hér ekki tími til kominn? Ein dætra minna fer brátt á vinnumarkað. Hún er að mennta sig í háskóla. Við henni mun blasa verulegur, en óútskýrður launamunur. Yngsta dóttir mín fer á vinnumarkað eftir fimmtán ár. Ef fram heldur sem horfir – og án lausna – mun það sama blasa við henni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun