Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum 27. október 2012 06:00 Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar