Sex hundruð unglingar sem breyta heiminum 27. október 2012 06:00 Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verða unglingarnir 600 staddir á Egilsstöðum á vegum þjóðkirkjunnar. Þar ætla þau að safna fé til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar og leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Féð sem safnast verður nýtt til þess að byggja brunna handa fólki í Malaví sem hefur engan aðgang að hreinu vatni. Hreint vatn er ekki sjálfsagður hluti af tilveru allra og þó er það ein af forsendum lífs á jörðu. Fjöldi fólks deyr á hverjum degi úr sjúkdómum sem tengjast óhreinu vatni. Vatnsskorturinn bitnar til dæmis á stúlkum sem eyða heilu dögunum í að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Á meðan eru þær ekki í skóla og samfélagið allt líður fyrir. Það er ekki auðvelt fyrir okkur sem erum búsett á Íslandi að setja okkur í þessi spor en unglingarnir okkar eru magnaðir og þau ætla nú til Egilsstaða og eyða þar helgi við skemmtun og lærdóm, vinnu og helgihald og þau ætla að leggja sitt af mörkum til þess að systkini okkar í Malaví eigi kost á betra lífi. Landsmótið á Egilsstöðum er það næststærsta í sögu Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ). Á hverju ári leggja unglingarnir sitt af mörkum til góðra verkefna. Á undanförnum árum hafa þau safnað fé til að leysa þrælabörn frá Indlandi úr ánauð og til þess að hjálpa japönskum jafnöldrum sínum eftir jarðskjálfta þar í landi. Landsmót gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að þau séu hluti af mun stærra samhengi en söfnuðinum heima á Vopnafirði, Digranesi, Hvammstanga, Grafarvogi. Þau finna sig sem hluta af lifandi þjóðkirkju sem starfar um allt land. Þau kynnast hvert öðru, læra hvert af öðru og stilla saman strengi til góðra verka. Megi Guð gefa að mótið fari vel fram og okkur takist saman að breyta heiminum, vera hendur Guðs til góðra verka.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar