Marklínutæknin tekur völdin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2012 06:00 FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Sjá meira