Marklínutæknin tekur völdin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2012 06:00 FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira