Nú verða verkin að tala Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2012 06:00 Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn!
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun