Nú verða verkin að tala Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. október 2012 06:00 Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn 24. október hefur hér á landi að miklu leyti verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði og fyrir jöfnum aðgangi kynjanna að valdastofnunum samfélagsins. Á Íslandi getum við verið þakklát fyrir góðan árangur í þessari baráttu, sem aldrei hefði náðst nema vegna þess að krafan um jafnrétti nýtur mikils stuðnings og er borin uppi af öflugri grasrót. Hlutur kynjanna í ríkisstjórn og í æðstu embættum hefur verið jafnaður, lög hafa verið sett um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða og í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera eru 40% sætanna nú skipuð í samræmi við jafnréttislög. Krafan um launajafnrétti kynjanna hefur hljómað einna hæst, enda virðist sem árangur á því sviði sé afar torsóttur. Enn finna launagreiðendur leiðir fram hjá lögum, reglum, samþykktum og ákalli víðs vegar úr samfélaginu um jöfn laun kynjanna fyrir sambærileg störf sem krafist hefur verið áratugum saman. Á dögunum samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja með sautján aðgerðum sem spanna rannsóknir, samstarf við aðila vinnumarkaðar, jafnlaunaúttektir og innleiðingu á hinum nýja jafnlaunastaðli, svo nokkuð sé nefnt. Til að ýta henni duglega úr vör var ákveðið að flýta gerð jafnlaunaúttekta í ráðuneytum sem síðar yrðu fyrirmynd að jafnlaunaúttektum í stofnunum ríkisins sem næst verður ráðist í. Nú hafa slíkar úttektir verið gerðar í ráðuneytunum og í einhverjum tilvikum hefur komið í ljós ástæða til að leiðrétta laun í kjölfarið, ekki aðeins til að eyða launamun milli kynja heldur einnig milli starfsmanna almennt. Í slíkar leiðréttingar verður nú þegar ráðist. Úttektirnar hafa leitt í ljós að styrkja þarf aðferðafræði við launasetningu og hefur ríkisstjórnin því jafnframt samþykkt að hefja vinnu við mótun launastefnu Stjórnarráðsins þar sem launajafnrétti kynja, launasetning á grundvelli málefnalegra viðmiða og virkt eftirlit verði meðal hornsteina. Í dag verður nýsamþykkt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn launamun kynja kynnt opinberlega og við sama tækifæri verður undirrituð viljayfirlýsing með heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins um samvinnu við stjórnvöld um að stórefla baráttuna fyrir launajafnrétti kynja, í samræmi við aðgerðaáætlunina. Nú verða verkin að tala. Til hamingju með daginn!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar