Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun