Stórbóndinn Grímsstöðum næsti forseti Íslands Guðmundur Guðmundsson skrifar 13. október 2012 06:00 Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun