Kjör og nám kennara Björgvin G. Sigurðsson skrifar 12. október 2012 00:00 Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar