Sáttahönd í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 10. október 2012 00:00 Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli. Margir furða sig á þessari miklu vegarlagningu. Undrun vekur t.d. að aldrei var annað vegstæði kannað fyrir nýjan Álftanesveg en um Gálgahraun, sem þó nýtur ótvírætt verndar samkvæmt náttúruverndarlögum um vernd eldhrauna. Í umhverfismati var heldur engin tilraun gerð til þess að sníða agnúa af núverandi vegi og finna viðunandi lausn þeim megin. Styrinn stendur um 500 metra vegkafla framhjá nýreistum húsum í Prýðahverfi. Hans vegna á að fara með Álftanesveg út í hraunið, tveggja kílómetra leið. Hægt væri að hafa veginn á sama stað og leggja hann í skála eða stokk við hverfið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ hafnar þeirri leið. Í viðtali við Morgunblaðið 27. september sl. segir hann: „Auðvitað væri það ágætt að taka veginn í stokk og hlífa öllu en veruleikinn er sá að við höfum ekki marga milljarða til slíkra framkvæmda." Með þessum orðum slær bæjarstjórinn ryki í augu almennings. Í fyrsta lagi gefur hann til kynna að Garðabær standi straum af framkvæmdinni en ekki ríkið. Í öðru lagi er kostnaðarhugmynd bæjarstjórans út úr öllu korti. Árið 2001 var gert umhverfismat vegna stokks á Hallsvegi í Reykjavík. Þar segir að „lauslega áætlað sé aukinn kostnaður vegna 400 m langs vegstokks í Hallsvegi og mislægra gatnamóta við Víkurveg áætlaður um 480 milljónir króna" (um 900 milljónir á núverandi verðlagi samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands). Þarna er um sams konar stokk að ræða eins og kæmi til greina að reisa á 500 metra kafla við Prýðahverfi. Kostnaðaráætlun vegagerðarinnar vegna nýs Álftanesvegar með mislægum gatnamótum hljóðaði upp á 865 milljónir króna. Lægsta tilboð verktaka var 660 milljónir króna. Mislægu gatnamótin við Prýðahverfi mætti leysa með einföldu hringtorgi sem sparar tugi ef ekki hundruð milljóna. Þannig myndi gamli Álftanesvegurinn í stokki ekki kosta umtalsvert meira en nýi vegurinn um Gálgahraun. Hvers vegna var þessi möguleiki aldrei kannaður? Friður um nýjan Álftanesveg næst ekki nema menn slíðri sverðin og leiti sátta. Yfirvöld í Garðabæ hafa með friðlýsingum innan bæjarmarkanna sýnt í verki að þau eru hliðholl náttúrunni. Það er því óskiljanlegt að mesta náttúruundrið innan bæjarmarkanna, sjálft Gálgahraun, skuli nú verða eyðilagt að tveimur þriðju með vegum og húsalóðum. Með því að kanna til hlítar nýjan Álftanesveg í núverandi vegstæði, annað hvort ofan jarðar eða í stokki, myndu Vegagerðin og Garðabær rétta fram langþráða sáttahönd í málinu. Þeir sem vilja mótmæla nýjum Álftanesvegi um Gálgahraun geta skráð nafn sitt á www.alftanesvegur.is. Einnig má fylgjast með gangi mála á facebook-síðunni Verndum Gálgahraun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun