Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland! Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland!
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira