Í upphafi skal endinn skoða Björgólfur Jóhannsson skrifar 8. september 2012 06:00 Heyrst hefur að ríkisstjórn Íslands hafi í hyggju að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 7% í 25,5%. Við hjá Icelandair Group og ferðaþjónustan í heild teljum að slíkt sé misráðið hjá ríkisstjórninni því miðað við núverandi aðstæður þá er veruleg hætta á að slík aðgerð muni minnka tekjur ríkissjóðs í stað þess að auka þær. Að sjálfsögðu munu virðisaukaskattstekjur ríkissjóðs af seldum gistinóttum aukast við hækkunina – um það efast enginn. Aðrar tekjur ríkissjóðs munu hins vegar dragast saman með fækkun ferðamanna og það er mat mitt og sérfræðinga Icelandair Group að nettóáhrifin verði neikvæð fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið. Icelandair Group er stór hagsmunaaðili í íslenskri ferðaþjónustu og er meðal annars eigandi Icelandair-hótelanna og Eddu-hótelanna. Hagsmunir okkar eru því ríkir. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ)Í vikunni kom út skýrsla HHÍ, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið, um áhrif þess að hækka virðisaukaskatta á gistiþjónustu. Skýrslan er ágæt og styður að mestu við rök mín og ferðaþjónustunnar. Lestur hennar hefur ekki minnkað áhyggjur mínar af því að hækkun virðisaukaskatts á gistingu muni leiða til verri afkomu ríkissjóðs. Í skýrslunni er ýjað að því að lækkun virðisaukaskatts á hótelgistingu og veitingasölu úr 14% niður í 7% árið 2007 hafi ekki skilað sér til viðskiptavina. Í tilviki Icelandair Group er rétt að halda því til haga að öll okkar hótel lækkuðu verð á hótelgistingu í mars 2007 um 6,14% og verð á veitingum á hótelum okkar lækkaði um 7-10% við sama tilefni. Rétt skal vera rétt: Virðisaukaskattslækkunin skilaði sér því beint til allra viðskiptavina hótela okkar – bæði innlendra og erlendra. Að sama skapi mun virðisaukaskattshækkun fara beint út í verðlag og draga úr eftirspurn. Fækkun ferðamanna vegna virðisaukaskattshækkunarÍ skýrslunni segir að hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu geti fækkað ferðamönnum annars vegar um 3.400–23.400 og hins vegar um 15.000–48.000 á ári. Mismunurinn ræðst af mismunandi forsendum hvað varðar hlutfall gistikostnaðar af heildarferðakostnaði og forsendum um verðteygni. Okkar rannsóknir benda til þess að fækkunin geti orðið um 40.000 frá fyrri áætlunum, sem er innan þess ramma sem HHÍ nefnir í skýrslu sinni. KPMG notaðist við þá tölu í nýlegri greinargerð um áhrif virðisaukaskattshækkunar á ferðaþjónustuna og tekjur ríkissjóðs. Í greinargerð KPMG er reynt að áætla tekjumissi ríkissjóðs vegna fækkunar ferðamanna og styttri dvalartíma þeirra sem munu koma vegna skattbreytinganna. Niðurstaða þeirra er að áhrif hækkunarinnar yrðu neikvæð á afkomu ríkissjóðs. Ekki tekið tillit til annarra áhrifa af skattbreytingunniÞað sem dregur úr vægi skýrslu HHÍ er að í henni er ekkert reynt að meta hvaða áhrif fækkun ferðamanna um allt að 48.000 á ári hefði á aðra skattstofna hins opinbera. Slík fækkun mun hafa bein áhrif á fjölda starfsmanna í greininni, veltu veitingastaða og annarra þjónustuaðila – eins og öllum ætti að vera augljóst. Ferðamaður sem ekki kemur til landsins verður ekki skattlagður. Í lok skýrslu HHÍ segir berum orðum: „Þessi greining tekur ekki tillit til þess óhagræðis sem ætíð leiðir af hækkun skatta og ekki heldur til þess að hvati til undanskota eykst með hærra skatthlutfalli." Á mannamáli þýðir þetta að aðeins hluti myndarinnar er dreginn upp. Með öðrum orðum þá reynir HHÍ ekkert að meta afleidd, neikvæð áhrif hækkunarinnar á ríkissjóð, þ.e. hver tekjumissirinn verður á móti tekjuaukningunni. Þetta er að mörgu leyti villandi framsetning – enda eðlilegt að taka ákvarðanir út frá heildaráhrifum skattabreytinga á ríkissjóð. Þessi áhrif voru nýlega metin af KPMG og niðurstaðan er sú að virðisaukaskattshækkunin virðist vera dæmd til að mistakast að auka tekjur ríkissjóðs. Niðurstaða HHÍÞað er erfitt að lesa út úr skýrslu HHÍ hvort skýrsluhöfundar mæli með hækkun VSK á gistinætur eða ekki. Á bls. 21 í skýrslunni segir: „Ef jafnframt má gera ráð fyrir að Ísland haldi áfram að vera áhugaverður valkostur erlendra ferðamana og að komum þeirra til Íslands haldi áfram að fjölga sýnist sem nú gæti verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Þó ber að hafa í huga að slík breyting gæti orðið til þess að fæla hluta af þessari starfsemi út af markaði og þar með minnka virðisaukaskattsstofninn." Jafnframt segir í skýrslunni á bls. 30: „Hér hefur ekki verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn. Í nýlegri skýrslu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra er bent á að vísbendingar séu um að sá pottur sé einna helst brotinn í hótel- og veitingaþjónustu." LokaorðÉg fagna skýrslu HHÍ enda er mikilvægt að efla faglega umræðu um ferðaþjónustuna og skattlagningu á greinina. Ein af ályktunum skýrslunnar um að ferðamönnum gæti fækkað um allt að 48.000 við hækkun virðisaukaskatts á hótelgistingu hefur styrkt mig í trúnni um neikvæð áhrif breytinganna á afkomu ríkissjóðs. Fækkun ferðamanna mun draga úr öðrum skatttekjum ríkissjóðs, leiða til fækkunar starfa í greininni um allt land og draga úr nýfjárfestingu. Auðvitað vita hagfræðingar Háskóla Íslands að það er eðlilegast að meta heildaráhrif skattbreytinga á afkomu ríkissjóðs – en ekki einblína á einn anga slíkra skattabreytinga eins og þeir gera í skýrslunni. Í skýrslu HHÍ er stuðst við hagtölur frá árinu 2009 og viðurkennt að ekki séu til upplýsingar um hvaða áhrif verðbreytingar hafa á eftirspurn eftir hótelgistingu á Íslandi. Þetta eitt og sér er umhugsunarefni og sýnir svart á hvítu að efla þarf frekar rannsóknir tengdar ferðaþjónustu. Án réttra og nýrra gagna er erfitt að taka réttar ákvarðanir og ég vona að fjármálaráðherra endurskoði afstöðu sína og vinni tillögur sínar í sátt við ferðaþjónustuna í heild sinni. Tilgangur virðisaukaskattkerfisins er tekjuöflun. Ég fullyrði að ég tala fyrir hönd allra sérfræðinga Icelandair Group í ferðaþjónustu – að hækkun virðisaukaskatts á gistinætur hótela mun hafa neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þá er betur heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að ríkisstjórn Íslands hafi í hyggju að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 7% í 25,5%. Við hjá Icelandair Group og ferðaþjónustan í heild teljum að slíkt sé misráðið hjá ríkisstjórninni því miðað við núverandi aðstæður þá er veruleg hætta á að slík aðgerð muni minnka tekjur ríkissjóðs í stað þess að auka þær. Að sjálfsögðu munu virðisaukaskattstekjur ríkissjóðs af seldum gistinóttum aukast við hækkunina – um það efast enginn. Aðrar tekjur ríkissjóðs munu hins vegar dragast saman með fækkun ferðamanna og það er mat mitt og sérfræðinga Icelandair Group að nettóáhrifin verði neikvæð fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið. Icelandair Group er stór hagsmunaaðili í íslenskri ferðaþjónustu og er meðal annars eigandi Icelandair-hótelanna og Eddu-hótelanna. Hagsmunir okkar eru því ríkir. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (HHÍ)Í vikunni kom út skýrsla HHÍ, sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið, um áhrif þess að hækka virðisaukaskatta á gistiþjónustu. Skýrslan er ágæt og styður að mestu við rök mín og ferðaþjónustunnar. Lestur hennar hefur ekki minnkað áhyggjur mínar af því að hækkun virðisaukaskatts á gistingu muni leiða til verri afkomu ríkissjóðs. Í skýrslunni er ýjað að því að lækkun virðisaukaskatts á hótelgistingu og veitingasölu úr 14% niður í 7% árið 2007 hafi ekki skilað sér til viðskiptavina. Í tilviki Icelandair Group er rétt að halda því til haga að öll okkar hótel lækkuðu verð á hótelgistingu í mars 2007 um 6,14% og verð á veitingum á hótelum okkar lækkaði um 7-10% við sama tilefni. Rétt skal vera rétt: Virðisaukaskattslækkunin skilaði sér því beint til allra viðskiptavina hótela okkar – bæði innlendra og erlendra. Að sama skapi mun virðisaukaskattshækkun fara beint út í verðlag og draga úr eftirspurn. Fækkun ferðamanna vegna virðisaukaskattshækkunarÍ skýrslunni segir að hækkun virðisaukaskatts á gistiþjónustu geti fækkað ferðamönnum annars vegar um 3.400–23.400 og hins vegar um 15.000–48.000 á ári. Mismunurinn ræðst af mismunandi forsendum hvað varðar hlutfall gistikostnaðar af heildarferðakostnaði og forsendum um verðteygni. Okkar rannsóknir benda til þess að fækkunin geti orðið um 40.000 frá fyrri áætlunum, sem er innan þess ramma sem HHÍ nefnir í skýrslu sinni. KPMG notaðist við þá tölu í nýlegri greinargerð um áhrif virðisaukaskattshækkunar á ferðaþjónustuna og tekjur ríkissjóðs. Í greinargerð KPMG er reynt að áætla tekjumissi ríkissjóðs vegna fækkunar ferðamanna og styttri dvalartíma þeirra sem munu koma vegna skattbreytinganna. Niðurstaða þeirra er að áhrif hækkunarinnar yrðu neikvæð á afkomu ríkissjóðs. Ekki tekið tillit til annarra áhrifa af skattbreytingunniÞað sem dregur úr vægi skýrslu HHÍ er að í henni er ekkert reynt að meta hvaða áhrif fækkun ferðamanna um allt að 48.000 á ári hefði á aðra skattstofna hins opinbera. Slík fækkun mun hafa bein áhrif á fjölda starfsmanna í greininni, veltu veitingastaða og annarra þjónustuaðila – eins og öllum ætti að vera augljóst. Ferðamaður sem ekki kemur til landsins verður ekki skattlagður. Í lok skýrslu HHÍ segir berum orðum: „Þessi greining tekur ekki tillit til þess óhagræðis sem ætíð leiðir af hækkun skatta og ekki heldur til þess að hvati til undanskota eykst með hærra skatthlutfalli." Á mannamáli þýðir þetta að aðeins hluti myndarinnar er dreginn upp. Með öðrum orðum þá reynir HHÍ ekkert að meta afleidd, neikvæð áhrif hækkunarinnar á ríkissjóð, þ.e. hver tekjumissirinn verður á móti tekjuaukningunni. Þetta er að mörgu leyti villandi framsetning – enda eðlilegt að taka ákvarðanir út frá heildaráhrifum skattabreytinga á ríkissjóð. Þessi áhrif voru nýlega metin af KPMG og niðurstaðan er sú að virðisaukaskattshækkunin virðist vera dæmd til að mistakast að auka tekjur ríkissjóðs. Niðurstaða HHÍÞað er erfitt að lesa út úr skýrslu HHÍ hvort skýrsluhöfundar mæli með hækkun VSK á gistinætur eða ekki. Á bls. 21 í skýrslunni segir: „Ef jafnframt má gera ráð fyrir að Ísland haldi áfram að vera áhugaverður valkostur erlendra ferðamana og að komum þeirra til Íslands haldi áfram að fjölga sýnist sem nú gæti verið heppilegur tími til að hækka aftur virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Þó ber að hafa í huga að slík breyting gæti orðið til þess að fæla hluta af þessari starfsemi út af markaði og þar með minnka virðisaukaskattsstofninn." Jafnframt segir í skýrslunni á bls. 30: „Hér hefur ekki verið litið til annarra áhrifa sem lækkun virðisaukaskatts gæti hafa haft í för með sér, en að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að lágur skattur dragi úr líkum á undanskotum frá skatti og stækki skattstofn. Í nýlegri skýrslu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra er bent á að vísbendingar séu um að sá pottur sé einna helst brotinn í hótel- og veitingaþjónustu." LokaorðÉg fagna skýrslu HHÍ enda er mikilvægt að efla faglega umræðu um ferðaþjónustuna og skattlagningu á greinina. Ein af ályktunum skýrslunnar um að ferðamönnum gæti fækkað um allt að 48.000 við hækkun virðisaukaskatts á hótelgistingu hefur styrkt mig í trúnni um neikvæð áhrif breytinganna á afkomu ríkissjóðs. Fækkun ferðamanna mun draga úr öðrum skatttekjum ríkissjóðs, leiða til fækkunar starfa í greininni um allt land og draga úr nýfjárfestingu. Auðvitað vita hagfræðingar Háskóla Íslands að það er eðlilegast að meta heildaráhrif skattbreytinga á afkomu ríkissjóðs – en ekki einblína á einn anga slíkra skattabreytinga eins og þeir gera í skýrslunni. Í skýrslu HHÍ er stuðst við hagtölur frá árinu 2009 og viðurkennt að ekki séu til upplýsingar um hvaða áhrif verðbreytingar hafa á eftirspurn eftir hótelgistingu á Íslandi. Þetta eitt og sér er umhugsunarefni og sýnir svart á hvítu að efla þarf frekar rannsóknir tengdar ferðaþjónustu. Án réttra og nýrra gagna er erfitt að taka réttar ákvarðanir og ég vona að fjármálaráðherra endurskoði afstöðu sína og vinni tillögur sínar í sátt við ferðaþjónustuna í heild sinni. Tilgangur virðisaukaskattkerfisins er tekjuöflun. Ég fullyrði að ég tala fyrir hönd allra sérfræðinga Icelandair Group í ferðaþjónustu – að hækkun virðisaukaskatts á gistinætur hótela mun hafa neikvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs. Þá er betur heima setið en af stað farið.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun