Uppbyggingarhrun Magnús Jónsson skrifar 6. september 2012 06:00 Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar