Er Strætó bs ekki fyrir fatlaða? Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 6. september 2012 06:00 Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mál sem hefur vakið litla athygli er fyrirhugað útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. En er þetta ekki þjónusta sem á heima undir hatti Strætó? Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarið aukið samstarf sem er af hinu góða. Í þessu skyni hafa samtökin sett á fót ýmsar samstarfsnefndir og ein þeirra skilaði nýverið tillögum til sveitarfélaganna á svæðinu um ferðaþjónustu fatlaða. Tillagan gengur út á það að ferðaþjónusta fyrir fatlaða verði boðin út á starfssvæði samtakanna – en um er að ræða Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp. Nú vill svo til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu reka einnig byggðasamlagið Strætó. Meginhlutverk þess er að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. „Undir þetta hlutverk fellur rekstur almenningsvagna (strætó), ferðaþjónusta fatlaðra og ferðaþjónusta eldri borgara" eins og segir á heimasíðu samlagsins. Byggðasamlag ofantaldinna sveitarfélaga skilgreinir sem sagt ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara sem hluta af almenningssamgöngum. Í þessu felst væntanlega sú hugsun að almenningssamgöngur séu grunnþjónusta fyrir alla, án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efnahags, ætternis, heilsufars, fötlunar eða aldurs. Borgarráð hefur óskað eftir umsögn velferðarráðs Reykjavíkur um tillöguna og meirihluti þess hefur lagt til að fram fari útboð á ferðaþjónustu fatlaðra. Undirritaður er ósammála og bókaði það álit að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að tilheyra almenningssamgöngum. Þessi þjónusta á að vera fyrir fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins jafn sjálfsagður kostur og almenningssamgöngur fyrir aðra. Það liggur í augum uppi að ef Strætó bs. annast þessa þjónustu þá hljóti það að skapa meiri hagræðingu en aðrir kostir gætu gert, þar sem um stærsta almenningsvagnafyrirtæki landsins er að ræða. Strætó bs. er sameign íbúa höfuðborgarsvæðisins og fulltrúar almennings í stjórn byggðasamlagsins gætu tryggt að hagsmuna fatlaðra yrði vel gætt í rekstri þess. Sinni Strætó bs. þjónustu við fatlaða mun hvatinn til að gera almennu vagnana aðgengilega jafnframt verða meiri og vonandi leiða til þess að minna þurfi að bregðast við sérþörfum. Undirritaður hvetur kjörna fulltrúa, samtök fatlaðra og mannréttindasinna vítt og breitt til að beita sér gegn þessum frjálshyggjuhugmyndum um útvistun á grunnþjónustu. Við segjum nei við samfélagi aðskilnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun