Hvatning til kennara Ragnar Halldórsson skrifar 4. september 2012 06:00 Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun