Hvatning til kennara Ragnar Halldórsson skrifar 4. september 2012 06:00 Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar