Leiðarahöfundur fari rétt með Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2012 06:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau. Mikilvægt er að menn séu látnir njóta sannmælis og ummæli þeirra sett í rétt samhengi. Það gerir ritstjóri Fréttablaðsins ekki í umræddum leiðara sínum. Hann gerir tvær þingræður mínar að umfjöllunarefni. Hér ætla ég að fjalla um fyrri tilvitnun hans. Ekki verður annað séð en leiðarahöfundur vilji gera því skóna að í þingumræðu 15. apríl árið 2004 hafi ég verið að gagnrýna nýafstaðna ráðningu þáverandi dómsmálaráðherra. Í leiðaranum segir: ?Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: ?Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstvirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu.? Samhengi ummæla minna var allt annað en þetta. Þennan dag fór fram umræða um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Umræðan spannst á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir vísaði til þess að í Svíþjóð settust ráðherrar á skólabekk til að fræðast um jafnréttismál. Þetta tók þáverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, upp í andsvari og mæltist honum svo: ?Hæstv. forseti. Mér finnst það ágæt hugmynd hjá hv. þm. að Alþingi verði með einhverjum hætti gerð grein fyrir þeirri úttekt sem við ræðum hér um að fari fram á miðju tímabilinu. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði, hvort sem það verður í sölum Alþingis eða gagnvart félmn. Hv. þm. vitnaði líka til aðferða Svía við að uppfræða ráðherra í ríkisstjórn um aðferðafræði og gildi jafnréttishugsjónar. Hv. þm. hefur sjálfsagt eins og ég átt samtöl við fyrrum ráðherra jafnréttismála Svía, Margaretu Winberg. Hún lýsti því með mjög skemmtilegum hætti í fyrirlestri í Norræna húsinu sl. haust, hæstv. forseti, hvernig hún nánast í líkingamáli tók ráðherrana á hné sér og las þeim pistilinn. Kannski er það eitthvað sem við ættum að velta fyrir okkur í samfélagi okkar, hæstv. forseti, þ.e. að hefja þá fræðslu sem hér er um rætt upp á hæstu stig. Ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að hafa verulega í huga, þ.e. uppfræðsla og umræða, og það er einmitt þess vegna sem ég, hæstv. forseti, sagði í inngangsræðu minni að ég fagnaði þeirri umræðu sem hefði átt sér stað um jafnréttismál á undanförnum dögum, vikum og mánuðum.? Næstur á mælendaskrá var undirritaður og mælti ég svo: ?Hæstv. forseti. Þessi umræða er að verða nokkuð spennandi. Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstv. félmrh. sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu. Ef við víkjum að þessari þáltill. þá kemur fram í greinargerð með henni að samkvæmt lögum frá árinu 2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, beri félmrh. að leggja fram jafnréttisáætlun til fjögurra ára í senn. Það er hún sem hér er til umfjöllunar?? Síðan fjallaði ræða mín um jafnréttisáætlun og hvaða leiðir mætti fara til að ná jafnrétti kynjanna einkum á vinnumarkaði. Það er því rangt að gera því skóna að samhengið hafi verið umfjöllun um tiltekna ráðningu til starfs. En hvað fræðsluna áhrærir er ég enn þeirrar skoðunar að umræða og fræðsla um jafnréttismál sé eftirsóknarverð. Telji einhver mig sérstaklega tornæman í þessum efnum, þá tek ég gjarnan á móti upplýsingum og fræðslu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar