Minni þjónusta Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði í framhaldsskólum á sama tíma og þess er krafist að skólarnir innleiði nýja aðalnámskrá sem ætlað er að auka gæði náms og kennslu, bæta þjónustu við nemendur og stuðla að fjölbreyttara skólastarfi? Í framhaldsskólum landsins hefur átt sér stað mikill niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á eins og fram hefur komið í viðtölum við skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kvennaskólans í Reykjavík. Undirrituð hefur á tveggja ára fresti frá 2008 rannsakað meðal framhaldsskólakennara málefni er varða starfsumhverfi þeirra og eru niðurstöður þeirra rannsókna í samræmi við lýsingar skólameistara á áhrifum niðurskurðarins á skólastarfið. Í stuttu máli sagt bitnar niðurskurðurinn bæði á nemendum og framhaldsskólakennurum. Með fjölmennari námshópum minnkar þjónusta við nemendur og álag á framhaldsskólakennara eykst. Rannsóknargögnin sýna minni starfsánægju og aukna streitu meðal framhaldsskólakennara sem vinna sífellt lengri vinnudag þrátt fyrir að dregið hafi úr yfirvinnugreiðslum. Annar hver framhaldsskólakennari í fullu starfi vann daglega tíu klst. á vorönn 2011. Árið 2012 fundu sex af hverjum tíu fyrir streitu í starfi samanborið við fjóra árið 2010. Aðeins þriðji hver hafði svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Árið 2012 fann áttundi hver framhaldsskólakennari fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum samanborið við sjötta hvern 2008. Enn fremur hafði þriðji hver framhaldsskólakennari svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir árið 2012 samanborið við fjórða hvern árið 2008. Þeim framhaldsskólakennurum sem fundu fyrir vandamálum tengdum fjölda nemenda í námshópum fannst jafnframt kennarastarfið erfiðara andlega en þeim sem ekki finna fyrir slíkum vandamálum, fundu frekar fyrir streitu í starfi og töldu sig hafa minna svigrúm til að sinna nemendum með sérþarfir og nota fjölbreytta kennsluhætti og námsmat. Niðurstöðurnar eru mikið áhyggjuefni og ljóst að framhaldsskólakennarar ná ekki að uppfylla markmið nýrrar aðalnámsskrár og koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem sækir framhaldsskóla landsins. Líklegt er að brottfall aukist vegna stærri nemendahópa sem gengur þvert á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Sóknaráætluninni 2020 um hærra menntunarstig þjóðarinnar og minna brottfall úr framhaldsskólum landsins. Huga þarf einnig að auknu álagi framhaldsskólakennara en rannsóknir sýna að streita og álag leiða til kulnunar, heilsubrests og flótta úr starfi. Mikilvægt er að stjórnvöld horfist í augu við þennan vanda og geri framhaldsskólunum raunverulega kleift að sinna lögbundnum skyldum sínum með velferð og vellíðan nemenda og starfsmanna að leiðarljósi.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun