Við eigum að geta gert vel Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og fjallað um málefni útlendinga, og þá sérstaklega hælisleitenda, undanfarið. Þessi mál komast í almenna umræðu hér á landi nokkuð seinna en í nágrannalöndunum, þar sem þau hafa verið pólitískt bitbein í mörg ár. Í viðtali við Fréttablaðið í maí sagði Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, að sér þætti umræðan hér á landi vera frumstæð og sleggjudómakennd. „Það hefur aldrei farið fram nein raunveruleg umræða um hælisleitendur og hvernig á að taka á móti þeim. Ekki heldur um hvernig við eigum að haga okkur gagnvart erlendum ríkisborgurum almennt," sagði hún meðal annars. Hún benti jafnframt á að stjórnmálaflokkar hér á landi hefðu ekki mótað sér stefnu í þessum málum. Því hefur verið spáð að breyting verði á þessu á næstunni og að í alþingiskosningum næsta árs verði útlendingamál framar á dagskránni en áður. Ólíklegt verður þó að teljast að nokkur stóru flokkanna taki upp harða stefnu gegn útlendingum. Þrátt fyrir allt hefur þónokkuð áunnist í málefnum hælisleitenda hér á landi síðustu árin. Breytingar voru gerðar á lögum árið 2010 sem bættu stöðu hælisleitenda og flóttamanna. Skýrsla sem nefnd um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins gerði, og var gefin var út í júní síðastliðnum, leggur til enn frekari úrbætur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað að frumvarp að nýjum heildarlögum um útlendinga verði lagt fram í þinginu í haust. Frumvarpið mun byggja á tillögum nefndarinnar. Ef af verður má segja að lagaramminn komist í gott horf. Það sem vantar hins vegar upp á er framkvæmdin. Útlendingastofnun, sem er ætlað sífellt stærra hlutverk, er ekki risastórt bákn eins og margir virðast halda. Þar vinna um tuttugu manns í heildina sem eiga að afgreiða allar umsóknir um dvalarleyfi og hæli sem hingað berast. Dvalarleyfisumsóknir eru í kringum 3500 og um áttatíu hælisleitendur bíða úrlausna sinna mála. Fjórir lögfræðingar starfa hjá stofnuninni, en að sögn forstjórans þyrftu þeir að vera tvöfalt fleiri. Hver lögfræðingur sem aðeins sinnir hælisleitendum getur aðeins afgreitt tvö mál á mánuði og biðtíminn nálgast því tvö ár. Biðin kostar ríkið háar upphæðir og hefur ömurleg áhrif á þá sem þurfa að bíða. Vel má vera að ekki sé hægt að taka við öllum sem hér vilja vera, en mannúðin felst þá í því að fólk þurfi ekki að sitja aðgerðalaust upp á von og óvon svo árum skipti. Taka má undir orð Kristínar Völundardóttur frá því í vor, við eigum að geta gert vel hér á landi af því að þetta er svo lítill fjöldi sem um ræðir. Vilji virðist vera fyrir því í innanríkisráðuneytinu að bæta úr þessu og spennandi verður því að sjá hvernig tekið verður á málefnum Útlendingastofnunar í væntanlegum fjárlögum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar