Notendamiðað velferðarkerfi Tryggvi Gíslason skrifar 23. júlí 2012 09:30 Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun