Af hverju vita kortafyrirtækin hvar ég spila spil? Smári McCarthy skrifar 19. júlí 2012 06:00 Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjárhættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll viðskipti Íslendinga. Í flestum tilfellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum tölfræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hraðbanka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki ennþá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innanríkisráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, ruslfæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðlilegt að það sé milli mín og sölumannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningarlaust send þriðja aðila er óviðunandi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peningaseðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undirskriftar eða PIN númers), að nægilegir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhringingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upphæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri netspilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er misnotað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáranlegu kreditkortanúmer - stóra leyndarmálið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrirbærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segulrendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem líklegast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónuvernd - enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ögmundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar