Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. júlí 2012 06:00 Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina.
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar