Lopapeysur og viðskiptahættir Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. júlí 2012 06:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar