Er forseti Íslands valdalaus? Skúli Magnússon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 13. júní sl. fullyrðir lögfræðingurinn Finnur Torfi Stefánsson að forseti Íslands geti ekki beitt synjunarvaldi sínu nema með atbeina ráðherra og sé „efnislega með öllu valdalaus". Þessa túlkun á stjórnarskránni telur Finnur Torfi byggja á „skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar", en jafnframt lýsir hann furðu sinni yfir því „að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu". Þessum orðum virðist, a.m.k. að einhverju leyti, vera beint að grein minni um vald forseta í Fréttablaðinu 7. júní sl. Í umræddri grein gerði ég stutta grein fyrir þeirri meginreglu íslenskrar stjórnskipunar að valdheimildum forseta yrði ekki beitt nema með atbeina ráðherra sem bæri ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Forseti gæti þannig ótvírætt ekki skipað ráðherra, rofið þing, gefið út bráðabirgðalög, o.s.frv., án þess að ráðherra meðundirritaði ákvörðun (sbr. 19. gr. stjskr.). Hvað sem líður venjum sem mótast hafa fyrir og eftir lýðveldisstofnun um að þjóðhöfðinginn fari almennt að tillögu ráðherra, stendur eftir sú staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar tillögu ráðherra. Gangi forseti gegn ætlaðri skyldu sinni til að staðfesta tillögu ráðherra, t.d. um skipun embættismanns, er og engum viðurlögum fyrir að fara, enda er forsetinn ábyrgðarlaus skv. 10. gr. stjskr. Um þetta eru ákvæði stjórnarskrárinnar „skýr og óumdeild" þótt með öðrum hætti sé en Finnur Torfi virðist halda. Í ljósi þróunar síðustu ára sýnist fullt tilefni til að huga að þessum atriðum, ekki síst við endurskoðun stjórnarskrárinnar, í stað þess að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um forsetinn fari ekki með nein „efnisleg" völd. Í grein minni var vikið að því að framangreind meginregla um samband forseta og ráðherra gildi ekki um synjun forseta við lögum Alþingis skv. 26. gr. stjskr., en Finnur Torfi finnur að því að staðhæfingin hafi veri órökstudd. Um þetta er það að segja að 26. gr. stjskr. er eitt fárra ákvæða stjórnarskrárinnar sem mótað var frá grunni við setningu lýðveldisstjórnarskrárinnar 1944 og þannig sérsniðið að hinu nýstofnaða forsetaembætti. Sú skýring ákvæðisins að ekki þurfi til atbeina ráðherra á sér skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð. Einnig styðst þetta viðhorf við skrif helstu fræðimanna á sviði stjórnskipunarréttar (sbr. t.d. Ó.J., Stjórnskipun Íslands, 1960, bls. 298-301). Frá fræðilegu sjónarmiði er það auðvitað bara skemmtilegt að rifjaðar séu upp frumlegar hugleiðingar Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. forseta Hæstaréttar og prófessors, í tímaritsgrein frá árinu 1994 á þá leið að framangreind meginregla um atbeina ráðherra kunni einnig að gilda um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Þessi hugmynd, sem fyrst leit dagsins ljós hálfri öld eftir að málskotsréttur forseta var festur í stjórnlög, stendur hins vegar völtum fótum þegar litið er til tilurðar, texta og tilgangs 26. gr. stjskr. Við þetta bætist að forseti Íslands beitti umræddri heimild árin 2004, 2010 og 2011, í öll skiptin án atbeina ráðherra. Óhætt er að segja að (persónulegt) synjunarvald forseta hafi hlotið viðurkenningu allra helstu stjórnarstofnana samfélagsins, m.a. með þeim hætti að árið 2010 setti Alþingi lög sem m.a. fjalla um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjskr. Í stuttu máli ber það annaðhvort vott um vanþekkingu eða óskammfeilni að gefa í skyn að með skýringum á stjórnskipulegum heimildum forseta, í samræmi við það sem lagt hefur verið til grundvallar í íslenskum stjórnskipunarrétti áratugum saman, sé gerð tilraun til að hnika til eða breyta reglum íslenskrar stjórnskipunar. Hins vegar kemur til skoðunar hvort slík staðhæfing gæti átt við um suma þá sem telja sig geta skýrt stjórnarskrána til samræmis við þá pólitísku sýn sína að forsetinn eigi að vera „efnislega með öllu valdalaus".
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun