...að vita meira í dag en í gær Birna Þórarinsdóttir skrifar 8. júní 2012 06:00 Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar