...að vita meira í dag en í gær Birna Þórarinsdóttir skrifar 8. júní 2012 06:00 Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar